Hvað táknar að vera sannkristinn

Tilefni þessara hugleiðinga er framkomin vegna þess að í bloggheimum var mér líkt við, eða álitinn vera sannkristinn maður, auðvitað gert með neikvæðum formerkjum. Mátti álíta þessa skilgreiningu þannig að viðkomandi liti á mig sem farisea, eða mann sem hreykti sér yfir aðra og þættist yfir aðra hafinn í einhverjum skilningi.

Ég neitaði því þá að vera sannkristinn, enda tel ég mig ekki vita hvað felst í þeirri staðhæfingu.

Nú hef ég reynt að kynna mér það mál nánar með því að leita í alfræðivélinni google.

Eftir að hafa flett þar ýmsum greinum þá hrökklaðist ég þaðan með óþægilega tilfinningu. Það var nefnilega enga sannkristni þar að finna, fyrir minn smekk. 

Það bar mest á mönnum úr félagsskapnum Vantrú, sem voru á kafi í biblíunni til að finna einhverja texta og vers, þar sem þeir gátu síðan sannað að Jesú væri ofbeldismaður og boðaði stríð. Ekkert af þessu hugnaðist mér, svo ég sé ekki annað ráð, en að útskíra hvað ég tel sannkristni standa fyrir.

Þannig sannkristni skal ég fúslega gangast undir.

Hér eru aðalatriðin í hugmyndum mínum og trú.

1. Skaparinn er ótakmarkaður andi, skínandi ljós, sem hefur kærleika sem innsta kjarna.

2. Jesú kom í heiminn sem sendiboði æðri gilda heldur en voru við líði á hans tímaskeiði.

3. Jesú lagði áherslu á fyrirgefninguna ótakmarkaða, þegar lögmálið á hans tíma var auga fyrir auga.

4. Jesú hafnaði því að kona yrði grýtt, hann sagði: "Sá kasti fyrsta steininum sem syndlaus er".

5. Lífið er eilíft. Hringrás tímaskeiða. Þróun og þroski er takmarkið. Maðurinn fæðist endturtekið.

6. Andlegur heimur er veruleiki samhliða þessum efnisheimi.

7. Mannkynið er á sameiginlegri vegferð til aukins þroska.

8. Þjáningin er sú leið sem skapar manninn og fínpússar. Án slíks hvata væri stöðnun.

9. Röng breytni veldur þjáningum og þannig réttir maður stefnuna smátt og smátt. 

10. Aðeins með því að lifa innan lögmálsins um rétta breytni, erum við á framfarabraut.

11. Maðurinn hefur frjálsan vilja, en leyndardómurinn er sá, að hann sjálfur velji það hlutskipti að afsala sér sínum vilja og velja heldur að hlýða Guðs vilja.

12. Allir menn og allir kynþættir eru jafnir gagnvart Guði, óháð trú eða trúleysi, miklu viti eða engu viti. 

13. Engin Vítisvist er nokkrum manni búin. Slíkt er eingöngu til sem hugarástand þjáðs manns.

14. Við eigum að læra að elska hvert annað. Það er kjarni lögmálsins.

Læt þessa upptalningu nægja sem lýsingu á mínum hugmyndum um Guð og tilveruna þó hægt væri að hafa þetta miklu lengra. Hver maður býr sér til sína eigin skilgreiningu.

 

sol_a_1041545.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Hin efnislega sól heldur lífi í líkama okkar.

Hin andlega sól heldur lífi í sálum okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er þín túlkun á bókinni, sem á sér engan grunn í bókinni. Maður hefur á tilfinningunni að þú hafir ekki lesið ritið eða þá verið algerlega blindur á textann. Með fullri virðingu.  Þetta er heimsendatrú og helvíti er það sem kristur kynnir það ítrekað í testamenntunum.

Ef þú ert sannkristinn, þá ertu væntanlega búinn að gefa allt fátækum og lifir á betli?  Hvernig með Lúk: 14:26. Ertu að standa þína plikt þar?

Ég hef ekkert á móti því að fólk trúi flestir hafa sína útgáfu af abstrkt  friðþægingu.  Þegr það reynr að troða þessum prívat sannfæringum ofan í kokið á öllum og sveipa sig um leið með sjálfþjónandi skynhelgi, þá hef ég ekkert umburðarlyndi fyrir því. 

Ráðlegg þér að fara að ráðum Krists og trúa í hljóði og biðja í hljóði. Mikið yrðu margir þakklátir þér fyrir vikið.

Þú sérð hversu egósentrísk þessi skrif þín eru. "Ég, ég, ég" það er birtingarmynd kristinna útávið og flestir hafa fengið upp í kok af því. 

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2010 kl. 03:33

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Kæri herra Jón Steinar,

hvað er eiginlega á seyði. Ég gerði ekkert annað en að lýsa minni sýn á Skaparann, óendanleikann og okkar stöðu í þessu öllu saman.

Hélt reyndar að það væri þakkarvert að skýra út hvernig maður lítur á heiminn og meðbræður sína.

Það ætti alla vega að koma í veg fyrir mikinn misskilning og rangtúlkanir..

Ranghugmyndir eru oft undirrót fyrir missætti.

Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki alveg hvað þú ert að fara með þessum texta, því hann virðist ekki vera í tengslum við mín skrif hér fyrir ofan.

Þú talar um að ég sé sjálfmiðaður og það skal ég samþykkja. En hvar er þá þín staða að þessu leyti.

Að öðru leyti hef ég engann áhuga fyrir neinu trúarbragðastríði eða heimspeki deilum. Var aðeins að koma með innlegg sem varpar ljósi á mínar hugmyndir. Það er varla sakarvert.

Þrátt fyrir mínar skýringar þá gerir þú mér upp skoðanir. Einmitt það sem ég var að koma í veg fyrir með písli mínum.

Varðandi að gefa fátækum, þá er ég ekki stóreignamaður. Geri mitt besta til að láta lítið fyrir mér fara og vera ekki stór byrði á samfélaginu.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 11.11.2010 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband