Sjálfstæðisflokkur borgarstjórnarinnar í Reykjavík segir skilið við stefnu flokksins

Það gerði hann með því að leggja fram tillögu í borgarstjórn um að óbólusett börn fengju ekki aðgang að leikskólum!

Mér er um megn að skilja hvernig flokkur getur farið svona gjörsamlega á hvolf gagnvart eigin stefnu.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft það sem leiðarstef að einstaklingurinn hafi rými fyrir sig og megi vernda sitt eigið skinn gagnvart stjórnvöldum, sem annars eru að ráðskast með okkur eftir eigin geðþótta.

Nú getum við ekki treyst Sjálfstæðisflokknum til að vernda hina sérsinna, sem ekki fylgja meirihlutanum að málum.

Það eru mikil vonbrigði með stóran flokk.

Er það hugmyndin að gefa þetta fjöregg flokksins yfir til Pírata, en þar hefur einmitt fulltrúi þess flokks Helgi Hrafn Gunnarsson tekið myndarlega af skarið varðandi að neyða fólk til að láta bólusetja sig, en sama fólk telur það skaðlegt heilsu sinni.

Þetta sérsinna fólk hefur fullt af rökum því til stuðnings og á að njóta vafans, það er hið allra minnsta sem frjálshuga menn geta boðið slíkum sérvitringum, en oft hafa slíkir menn haft á réttu að standa þvert á almenningsálitið, eins og fjölmörg dæmi sanna.

Ég ætla ekki að tína til öll þau góðu rök, en bendi aðeins á þetta eina mál, sem ég hef lengi haldið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið stofnaður um - sjálft frelsið til að ráða líkama sínum og lífi, þar sem tískustefnur fá ekki að taka yfir grunngildin og gera þau marklaus.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband