Kári Stefánsson vill kæra heilbrigðiseftirlitið

Og hvað er það sem liggur svona þungt á Kára að hann skrifar opið bréf til ríkissaksóknara.

Það kemur í ljós að Kári finnur að því að fólki sé ekki komið til bjargar, eða þeim hópi sem ber BRCA2 stökkbreytinguna.

Það sem mér liggur á hjarta í þessu sambandi er það að allt fólk á að sinna heilsu sinni frá byrjun til enda, og gera það með öllum bestu ráðum sem tiltæk eru.

Það eiga menn að gera alveg burtséð frá einum eða öðrum "breytileika" eins og Kári þykir svo gaman að nota í orðaforða sínum

Ef fólk er einlægt í viðleitni sinni til að viðhalda góðri heilsu, þá hefur það nú þegar þá vörn sem því er fyrir bestu og sem endist lengst.

Kári getur því beðið þær konur sem hér eru í áhættuhópi um að fara vel með sig og gera allt sem þær vita nú þegar að er þeim til blessunar í heilbrigðislegu tilliti og þá verður það smámál að mæta breytileikanum sem þeim er spáð að komi í ljós í þeirra lífi.

Á sama hátt og að maður ætti að læra að synda, ef svo skyldi fara að maður dytti einhverntíma í sjóinn.

Annars er það þakkarvert að Kári skuli vera svona einlægur fyrir heilbrigði manna að hann jafnvel leitar til Ríkissaksóknara.

Ég leita frekar til Guðs almáttugs um leiðsögn til að halda góðri heilsu, ásamt því að ég fer í bókasafnið og á internetið og nesta mig með öllum þeim heilsuráðum sem náttúran býður fram svo örlátlega og svo algjörlega laus við eiginhagsmuni.


Bloggfærslur 23. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband