Er læknisfræðin í ógöngum?

Fleiri og fleiri

        

 

 

 

Í hvaða öngstræti er læknislist okkar tíma kominn?

Og hvar eru siðfræðingar og heimspekingar okkar saman komnir?

Þora þeir ekki að segja það sem þeir hugsa - að við erum komin langt af leið með okkar mál.

Læknirinn Kári Stefánson þarf að láta vita af sér og kemur fram með mál sem fær konur landsins til að missa jarðsambandið.

Talandi um áhættuhópa, þá eru allir í áhættuhópum á einn eða annan hátt. Þetta er spurningin um veikasta hlekkinn.

Við eigum auðvitað að ganga þannig í gegnum lífið að við gerum okkar besta í öllum viðfangsefnum, þannig að við getum sagt í lok lífsins "Ég gerði mitt besta og lagði mig fram, en það dugði ekki til, því við erum öll dauðlegar verur.

En miðað við veikleika mannanna, þá er það ábyrgðarhlutur mikill og alvarlegur að spila á veikleikana til að vekja athygli á sjálfum sér, vitandi að svo og svo margir munu taka furðu ákvarðanir í ofsa hræðslu.

Mér finnst nú eiginlega að heimspekingar og siðfræðingar ættu að stíga fram og leggja eitthvað uppbyggilegt í umræðuna. Eða til hvers fara menn að læra þessi fög ef þeir brenna ekki fyrir viðfangsefninu?


Bloggfærslur 29. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband