Heilbrigðisráðherra kastar sprengju

Já, hann gerir það með því að ljá máls á, að taka einsaklingsfrelsið úr sambandi og neyða fólk í bólusetningar, eftir því sem landlæknir eða einhver telur að sé viðeigandi til að svipta Íslendinga frelsi sínu og ákvarðanarétti.

Ég held að heilbrigðisráðherra hafi ekki hugsað þetta mál að neinu ráði.

Fyrst er til að taka að hann er fulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem hefur það að grunn stefnumiði að einstaklingurinn hafi frelsi til orðs og æðis og athafna og það megi aldrei brjóta. Einnig er þessi heilagi réttur bundin í stjórnarskrá.

Ég hef ekki í mínum verstu martröðum, látið mér til hugar koma, að einhver hagsmunaöfl fengju því ráðið, að svipta fólk frelsi sínu – hér á Íslandi!

Landinu sem ég hingað til hef talið nógu hreint, til að taka ekki upp sorann frá öðrum þjóðum.

En lengi má manninn reyna, segi ég bara.

Við skulum vona að þegar heilbrigðisráðherran hefur hugsað sinn gang þá sjái hann að þetta gengur ekki og megi aldrei í lög leiða, að frelsið sé tekið af fólkinu.

Ekki á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er við stjórn, og jafn vel þó hann væri í stjórnarandstöðu, því allir Íslendingar eiga að vernda hvern annan og sjá það sem sína skyldu að halda okkur frá öfgastefnum sem vilja neyða upp á einstaklingana sínum skoðunum.

Enn verra verður það þegar að hagsmunaöfl ná að taka yfir stjórnartaumana til að auðvelda sér að koma út framleiðslu sinni með valdboði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband