Hvítur sykur er fremstur óvina þinna

Nú eru þessi sannindi að komast í hámæli.

Hafið þið hugsað út í það hvað það er mikið rask að hætta neyslu á hvítum sykri?

Fyrst þarf að henda út öllum kökum og tertum eins og það leggur sig. Þar er mikil flóra sem húsmóðirinn þarf ekki lengur að sýsla með í eldhúsinu!

Öll veisluhöld verða einfaldari!

Það má heita gott ef sykurneitandi (sá sem neitar sér um sykur), fær nokkuð að borða! Kannski brauðbita.

En hvað sem því líður, þá legg ég til að fólk taki á þessum vanda, því hann er yfirþyrmandi orðin, og veldur svo mörgum sjúkdómum að það kæmist ekki fyrir í stuttri grein.

Hvenær kemur að því að læknarnir fara að gefa góð ráð að þessu leyti. 

Krabbamein þrífst á því að sjúklingurinn neytir sykurs. Þannig að fyrsta sem sjúklingurinn á að breyta, er að forðast sykur eins og heitan eldinn. Einnig allt sem breytist í sykur eftir að hafa verið borðað, eins og allt sem inniheldur hvítt hveiti.

 


mbl.is Tíu ástæður til að forðast sykur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það er til enn verra eitur en hvítur sykur. Þessi hvíti sykur er bara saklaust duft í samanburðinum...

http://rhondagessner.wordpress.com/2013/09/02/a-killer-in-your-fridge-sweet-poison-a-must-read/

Kveðja

Ólafur Björn Ólafsson, 22.11.2013 kl. 15:09

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Takk fyrir þetta Ólafur.

Ég vissi um hættuna á gervisætu eins og aspartam. Það er vissulega ennþá hættulegra heldur en hvíti sykurinn, en ég tel það nú ekki með matvörum, heldur sem aukaefni í matvælum.

Ég var nú að taka dæmi af venjulegum matvörum. Tókstu eftir því að konan var á 24 lyfjategundum! það er nú aldeilis eitursamansafn. 

Hvað sem þessu líður þá heldur hvíti sykurinn áfram að vera mesti skaðvaldurinn í eldhúsinu, sem notaður er til matar á venjulegum heimilum.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 22.11.2013 kl. 16:35

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæll

Jú ég tók eftir þessu í greininni með öll lyfin, en í annað sætið hjá mér fellur reyndar hvíti sykurinn.

Svo þykir mér vera smá rökvilla þegar talað er um hrásykur því ég finn ekki almennileg gögn sem styðja að hann sé eitthvað hollari en sá hvíti. Hann gefur reyndar betra bragð finst mér, en sá hvíti.

Annars er ég búinn að vera að skoða þessar mjólkurvörur sem verslaðar eru til heimilisins og fékk smá hroll þegar alltí einu byrtist jógúrt með einhver 16% sykur...

Samt er maður búinn að skera niður sykurátið allveg um einhverja tugi%, þar er ég sáttur.

Með kveðju

Ólafur Björn Ólafsson, 22.11.2013 kl. 17:18

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Já gott hjá þér, að skera niður sykurinn, það er veruleg betrumbót.

Þakka þér fyrir innleggið.

B.kv. SH

Sigurður Alfreð Herlufsen, 22.11.2013 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband