Eiturefnafælni - gæti orðið nýjasta sjúkdómsgreiningin

Ég hef verið í smá debat í framhaldi af grein sem ég skrifaði til varnar saklausri meðferð, eins og hómópatíu og höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð.

Þar fékk ég ákúrur fyrir að vera eiturefnafælinn!

Ég var eiginlega hvumsa við þessa athugasemd, vegna þess að hingað til hefur það verið talið hverjum manni til tekna, að forðast eiturefni og lifa eins hreinu lífi og mögulegt er.

Í framhaldi af þessu kæmi mér ekki á óvart, að næsti mótleikur læknasamfélagsins verði sá, að stimpla fólk eiturefnafælið, ef það er á móti því að nota lyf sér til uppbyggingar.

Og væntanlega yrði það næst á dagskránni að gefa  lyf við lyfjafælninni!!!

Það væri eftir öðru.

Menn eru orðnir svo samgrónir eiturefna hugsunarhætti að nú skal það vera hið eðlilega norm.

Til að lyf fái saklausara yfirbragð þá er sjálfgefið að koma með mótleik af þessum toga inn í umræðuna.

Ef þú vilt ekki láta bólusetja þig um leið og þú fæðist (3ja mánaða) og halda því áfram út ævina, þá ertu eiturefnafælinn!

Mér kemur í hug hliðstæða; Maður kemur inn í hóp reykingamanna og þiggur ekki sígrettu til að samlagast hinum, og þá er hann þessi eiturefnafælni sem fellur ekki inn í hópinn sem er hinn óeðlilegi.

Svona snýst hið sjúklega gegn hinu heilbrigða.

Í framhaldi af þessu er rétt að geta þess að í sjónvarpi kvöldsins var viðtal við framhaldsskólanema. Þeir voru spurðir hvort þeir notuðu örvandi efni í skólanum eða hvort þeim þætti eðlilegt að gera það. Flestum þótti það ekkert tiltökmál.

Svona er andrúmsloftið sem við búum við þessa dagana.

Það vil ég þó segja lyfjaeftirlitinu til hróss, að þar á bæ ætla menn að athuga málið og gera einverjar varnaðar ráðstafanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband