Sigurður Alfreð Herlufsen
Fæddist 21. júní 1936 í Hafnarfirði. Ólst upp á Ísafirði frá 3ja ára aldri. Gekk í barna- og gagnfræðaskóla og iðnskóla (hárskeraiðn) á Ísafirði. Lærði á trompet og spilaði með Lúðrasveit Ísafjarðar. Spilaði einnig með danshljómsveit Adda Tryggvasonar heitins 1956. Einnig með danshljómsveit Villa Valla 1957, og danshljómsveit Baldurs Geirmundssonar 1958, en flutti þá til Danmerkur og bjó þar í eitt og hálft ár. Flutti til Hafnarfjarðar 1960 og var þar með rakarastofu í 10 ár. Var skrifstofumaður hjá Nóa og Síríus í eitt og hálft ár um 1970 og stofnaði þá heildsöluna Faxafell hf og rak hana í ca. 25 ár. Var sölumaður hjá Ó. Johnson & Kaaber í 10 ár. Útgefin bók hjá Ísafold 1964: Dáleiðsla, huglækningar, segullækningar. Ritstjóri Heilsuhringsins (tímaritið Hollefni og heilsurækt) frá 1979-1986. Var baráttumaður gegn fluorblöndun drykkjarvatns ásamt meðlimum Heilsuhringsins.