31.10.2010 | 11:27
Einstaklingarnir og heimilinn eru undirstaða þjóðfélagsins
Nú um stundir hriktir í heimilum landsmanna.
Fjöldi fólks berst við hungurvofuna - hvorki meira né minna.
Það eru hörmuleg tíðindi.
Ég var að lesa innlegg Hrannars heimspekings um stjórnarfarið í landinu og hann kemst að því að hér sé kommunismi við líði. Ekki upplífgandi greining, en að mörgu leiti rétt.
Það er þó enn sem komið er frjáls skoðanaskipti og því er varpað fram mörgum vinklum á stjórn landsins og hvar eigi að staðsetja hana.
Mér skilst að kommunismi hafi velferð allra þegna sinna sem markmið. Ef svo er í raun þá þarf miklu að breyta til að slíkur kommunismi sé orðin stjórnfastur hér á landi.
Reyndar er það svo að jafnvel Norður Kórea er ekki einu sinni kommunistaríki þegar haft er í huga að stór hluti þegna þess ríkis njóta ekki lágmarks næringar til að halda heilsu.
Þar fer orka ríkisins í að hervæða landið og þegnarnir verða að bíða með að borða þar til því markimiði er náð.
Svo er það spurning hvort ríkið hafi þá einhverja þegna til að manna hernaðarstarfið þegar þar að kemur. Ef til vill leysa þeir það vandamál með því að þeir sem geta stundað hernað fái þá örugglega að borða.
Mikil blessun er að búa í herlausu landi og mega segja hug sinn um stjórnarfarið og allt annað, þó svo að margir misbjóði hinu frjálsa orði, með óviðunandi orðavali.
Hamingjusöm heimili eru undirstaða fyrir farsælt þjóðfélag
Athugasemdir
Óskar Arnórsson, 31.10.2010 kl. 12:49
Já, þakka þér fyrir Óskar.
Þetta er hinn eilífi sannleikur, að við breytum heiminum með því að breyta okkur sjálfum.
Við byrjum þá á því þegar í stað !
Við það verkefni eigum við öll samleið.
-- Annað mál, ég var að skoða síðuna þína og þar er mynd af Birni Bjarnasyni með hitlersskegg. Hver er merkingin með þessu ?
Björn Bjarnason er í mínum huga einn duglegasti og heiðarlegasti stjórnmálamaður sem ég hef kynnst um mína daga, svo ég skil ekki alveg samlíkinguna með þessari mynd við hin illu öfl ?
Sigurður Alfreð Herlufsen, 31.10.2010 kl. 16:56
Sæll Sigurður! Þessi mynd af Birni var nú bara einhver sem ég lét á bloggið í sambandi við mótmæli mín gagnvart ákvörðun sem hann tók sem ráðherra. Ég fór í gegnum myndirnar og tók fullt af myndum út.
Ég vissi ekki að allar myndir sem ég set á bloggið festast þarna. Ég svo fína mynd af Birni og mér á skrifstofunni hans! :) Ég ætti kanski að láta hana inn í staðinn. Við erun báðir í spariförtunum og bara ég með skegg!
Ég kann vel við Björn. Ég sagði samt við hann þegar við vorum að rífast á chatti einu sinni að mér findist ófært að dómsmálaráðherra vissi ekkert um glæpi og hvernig þeir virka. Hann var ekki sammála mér þá, enn kanski er hann það núna.
Kommúnismi er það síðasta sem þessu landi vantar. Það er búið að prófa svona stefnur um allan heim og kommúnismi virkar hverki. Og eins og staðan í dag er á Íslandi, þá leysir pólitík ein og sér ekki þessa krísu.
Krísan á sér djúpari rætur enn peningalega. Þetta er beinlínis uppgjör milli góðs og ills á margan hátt. Það er bara ekki hugsað þannig enn.
Hinn eilífi sannleikur um að "breyta sjálfum sér" og breyta Íslandi (heiminum) er nefnilega komin að dyrunum.
Engin önnur aðferð er eftir. Það sem manni tekst ekki með hjálp af skynsemi, verður þvingað af náttúruöflunum, hvort sem þau eru efnisleg eða andleg.
Ég trúi nefnilega að Ísland sé eitt af fyrstu löndunum sem eru búin að"mála sig út í horn" andlega séð og get næstum skilið að þó það sé hrikalega vond staða hjá mörgum, þá er einmitt þessi staða sem mun leið mest gott af sér í framtiðinni....
Óskar Arnórsson, 31.10.2010 kl. 19:28
Þakka þér kærlega fyrir þetta innlegg Óskar.
Það gleður mig að þér líki við Björn Bjarnason, þá erum við orðnir samferða þar !
Varðandi kommúnisma þá er þar annað mál sem við erum samferða með. Megi okkur verða forðað frá því að lenda í slíkri mýri sem honum fylgir, þar sem allt sekkur þar til ógæfufólkið er horfið ofan í jörðina, því hvergi er hald að hafa.
Gott að þú nefnir baráttuna milli góðs og ills, því hún virðist einmitt vera þarna í öllu sínu veldi. Svo nú þurfa allir að taka sér tak og gera betur í dag en í gær. Rækta sína bestu hlið til afreksverka. Koma svo hver frá sínum heimi og láta gott af sér leiða, fyrir landið og fólkið.
Ég vona að þín seinustu orð hér að ofan séu tilkomin frá þínu spámannlega innsæi og að þjóðarinnar bíði breitt og betri staða í framtíðinni.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 31.10.2010 kl. 20:17
Að íslandi bíði betri staða veit ég. Hljómar merkilega enn ég persónulega hef sannfærst um það í gegnum grusk mitt allt.
Og eg útiloka einhverjar óskhyggjuhugsanir og draumaringl, Ísland er ekkert endilega "minn heimabær" né hef ég sterkari taugar í það land enn okkur önnur.
Ég er viss um að einmitt þessi krísa veldur breytingum sem eiga eftir að hafa gífurleg jákvæð áhrif á allt fólkið og síðan verður ísland fordæmi í Evrópu í sambandi við afstöðu fólks til lífsins yfirleitt.
Þetta eru spennandi tímar. Mjög óþægilegir, eins og allar stórar breytingar, enn nauðsynlegir...
Óskar Arnórsson, 31.10.2010 kl. 23:36
Þakka þér fyrir að koma með nánari greiningu á hinum komandi tímum.
Ég hef lengi haft á tilfinningunni að Ísland eigi sér mikið og merkilegt hlutverk. Hvenær sem slíkt bryst fram í fullum þroska. Það hefur oft komið fram hjá sjáendum liðins tíma og svo er það svo margt sem styður slíka framvindu.
Ægifagurt land, sem við göpum af undrun yfir, þó við séum hér frá fæðingu. Það segir mikið um náttúru landsins að hún tekur okkur sjálf svo föstum tökum að við hrífumst hreinlega "upp úr skónum".
Landið er sagt vera eitt þeirra, sem hafa mjög sterkar orkustöðvar (í andlegum skilningi meint), og það hefur áhrif langt út fyrir landsteinanna.
Þessar meiningar eru einnig í gangi innan andlegra hópa í öðrum löndum. Þar er þess vegna fylgst með okkur af athygli og áhuga.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 1.11.2010 kl. 00:06
ég hef áhuga á þróunarferlum allskonar. Efnislegum sem andlegum, tæknilegum sem lífeðlisfræðilegum.
Það er sum þróun þess eðlis að maður bara setur hana ekki á blogg. Og er ég ekki feimin að tala eða skrifa um flest mál. Ég væri ekkert feimin að skýra það út fyrir þér persónulega enda kanntu þetta sjálfur.
Ég var með fyrirlestur fyrir 2 vikum síðan í Svíþjóð, um áhrif einstaklinga sem vinnur í stóru kerfi, á kerfið sjálft. Þetta er eins og vél. Málið er að ef tvær manneskjur fara að rífast í kerfisvélinni, getur það skaðað þriðja aðila mjög illa.
Ég veit að það er vel fylgst með Íslandi í dag. Og það eru ekki menn sem áhuga hafa í genginu á hlutabréfum í kauphöllinni.
www.storviksgarden.se Þú lest nú sænsku alveg fínt svo ég læt adressuna fylgja með, enn fyrirlesturinn er þarna. Ég er komin á bólakaf í tvö fyrirtæki með www.scandicpro.se
Óskar Arnórsson, 1.11.2010 kl. 01:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.