4.11.2010 | 10:41
Jón Gnarr er ekki á réttum stað
Þegar ég fór að fylgjast með Jóni Gnarr var hann starfsmaður hjá Kaþólska söfnuðinum, ef ég man þetta rétt.
Alltaf gaman að heyra frá honum, hann var einlægur og hann sagði sögur svo eftir var tekið.
Ógleymanleg var sagan sem hann sagði af börnunum sem fengu ekkert að borða vegna þess að þau voru með allt of stórar sleifar í höndunum. Hins vegar fengu allir nóg að borða þegar hjálpast var að og hver mataði næsta mann ! Frábær saga.
Síðar kom tímabil uppgangs hjá Jóni í leiklistinni. Hann sýndi svo ekki varð um villst að hann bjó að snilligáfu á þessu sviði.
En þegar við svo komum til nútímans þá er þessi góði maður orðin borgarstjóri. Hann tekur við eftir frábæran feril Hönnu Birnu. Samanburðurinn verður því eins miskunnarlaus og verða má.
Það er innbyggt í flest fólk að það finnur á sér þegar það er á réttri hillu. Þá gengur lífið dásamlega. Allir ánægðir með sitt hlutskipti og engar óánægjuraddir.
Ein stærsta villa sem nokkur maður gerir er að hreykja sér hærra en efni eru til.
Nú er samsagt orðið flestum ljóst að þetta gengur ekki, að góður leikari sé í stöðu lélegs borgarstjóra. Það eru mjög slæm skipti. Hæfileikar Jóns fá ekki notið sín. Borgin líður fyrir þessa skipan mála. Það er sem sagt engum til góðs að halda þessari leiksýningu áfram.
Best hefði verið að Jón hefði hætt við framboðið á sínum tíma og aldrei sagt þessi fleygu orð: "Bara djók!" Það hefði komið í veg fyrir þennan vandræðagang sem nú er uppi.
Athugasemdir
Hvaða vanræðagang?
Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2010 kl. 10:59
Ágæti Jón Steinar,
ég bendi þér á að fylgjast með fréttunum. Fyrir mjög stuttu síðan var viðtal við Jón Gnarr borgarstjóra og það svarar spurningunni.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 4.11.2010 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.