Endurholdgunarkenningin var framandi í mínu ungdæmi

Ég ólst upp á Ísafirði. Þá bjó þar danskur ljósmyndari sem hét fullu nafni Jens Christian Petersen Martinus Simson. Hann var alltaf kallaður Simson í daglegu tali.

Simson var fjölfróður maður og athafnasamur. Einn af skógræktarfrömuðum Ísafjarðar. Mín fjölskylda hafði töluverð samskipti við Simson, vegna þess að pabbi var einnig danskur.

Eitt sinn gerðist það að Simson setti af stað kvöldnámskeið í fræðum nafna síns danska heimspekingsins Martinusar. 

Það voru margar athugasemdirnar sem komu upp þegar Simson gaf út kver með kynningum á þróun mannsins og endurholdgun. Flest var það í einskonar aulabrandaraformi. Engin djúp hugsun, né viðleitni til að skilja viðfangsefnið.

Fyrir mitt leyti þá lít ég svo á, að það sé ekkert meira kraftaverk að fæðast mörgum sinnum, heldur en að fæðast einu sinni.

Þegar Simson hélt sína fræðslufundi þá var ég ekki komin til vits og enn síður orðinn leitandi hugur. Það gerðist síðar.

Í dag á ég ritsafnið "Þriðja testamentið" eftir danska heimspekinginn Martinus, ásamt fjölda annarra sérrita. Þar er lífsgátan skilgreind og opinberuð með auðskiljanlegum hætti, þannig að allir geta fylgst með og skilið.

Ritsafnið er framhald biblíunnar. Fyrst kemur "Gamla testamentið", síðan  "Nýja testamentið" og að lokum kemur  "Þriðja testamentið" eftir Martinus.

Það er algjör opinberun að lesa bækur Martinusar.

Í kenningum hans er endurholdgun með sinn fasta sess. Meirihluti trúarbragða mannkynsins hefur  endurholdgun innann síns kenningakerfis. 

Reyndar er það undarlegt hversu langan tíma hefur tekið að gera Íslendingum þessa sýn eðlilega. Það má skrifast á einangrun landsins á árum áður og fjarlægð við menningarstrauma heimsbyggðarinnar. Hins vegar hefur einangrunin einnig sínar björtu hliðar, því hér hefur á sinn hátt þróast meira frjálslyndi gagnvart trúarbrögðum heldur en t.d. í Danmörku. 

Gaman er að segja frá því að Martinus taldi að einmitt vegna þess að hann fæddist í Danmörku, þá hafi hann haft algjöran frið til að vinna að ritverki sínu, án afskipta trúaröfgamanna. Danirnir eru svo "ligeglad", eða værukærir, að þeir láta sér fátt um finnast þó einhverjir sérvitringar séu á meðal þeirra.

  Martinus: Livets bog I - VIImartinus_livets_bog_1a.jpg

  Ritverk Martinusar ber nú samheitið

  Þriðja testamentið

 

 

 

 

 

 

 

 

martinus_smabaekur_3.jpg

 

 

 

 

 

 

 

  1. Martinus smábækur:
  2. Omkring mine kosmiske analyser
  3. Upphaf köllunar minnar (íslensk útgáfa)
  4. Menneskehedens skæbne
  5. Páskar (íslensk útgáfa)
  6. Påske
  7. Hvad er sandhed
  8. Omkring min missions födsel
  9. Blade af Guds billedbog
  10. Den længst levende avgud
  11. Mellem to verdensepoker
  12. Kosmisk bevidsthed
  13. Juleevangeliet
  14. Bevidsthedens skabelse
  15. Ud af mörket
  16. Reinkarnationsprincippet
  17. Jordmænneskets skæbneårsag
  18. Livets skæbnespil
  19. Kosmisk glimt
  20. Mediation
  21. Hinsides dödsfrygten
  22. Livets vej
  23. De levende væseners udödelighed
  24. Kulturens skabelse
  25. Vejen til Paradis
  26. Djævlebevidsthed og Kristusbevidsthed
  27. Verdensfredens skabelse
  28. Tvær mjög merkilegar bækur þýddar af Þorsteini Halldórssyni:
  29. Leiðsögn til lífshamingju  I; fyrirlestrar um andleg vísindi
  30. Leiðsögn til lífshamingju II; kosmisk fræðsluerindi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband