Davíð Oddsson óskast til forystu í stjórnmálunum.

Davíð var á árum áður samfelldur forystumaður, bæði í borgarstjórn og síðar í landsmálunum.

Svo vel var hann liðinn að sigurganga hans fór alvarlega fyrir brjóstið á öðrum stjórnmálamönnum, sem náðu ekki eins miklum vegtillum vegna þessa.

Hrint var úr vör einni mestu rógsherferð sem sögur fara af og er þó af nógu að taka á þeim velli.

Það sem skilur á milli Davíðs og annarra stjórnmálamanna á fyrri tíð er það, að til komu óhemju ríkir menn sem vildu eignast allann heiminn. Þeir töldu sig geta keypt allt milli himins og jarðar fyrir illa fengið fé sitt. Þeir fóru hamförum gegn Davíð, sem ekki var til sölu eða þjónustu fyrir þeirra áhugamál.

En víkjum þá að stjórnmálasögunni. Hvað gerðu Þjóðverjar þegar þeir voru í mjög erfiðum málum eftir stríðið. Jú, þeir sóttu Konrad Adenauer til að stjórna uppbyggingunni. Það gerði hann frá 1949 til 1963 og kom þjóðinni í forystustöðu hvað varðar velsældir. Hann var orðin hvorki meira né minna en 73 ára þegar hann tók við völdum og hélt þeim til 87 ára aldurs !

Davíð Oddsson einn besti sonur landsins var borgarstjóri frá 1982 til 1991 – utanríkisráðherra frá 2004 til 2005 og formaður Sjálfstæðisflokksins frá 1991 til 2005.

Nú er hann aðeins 63ja ára og getur þess vegna vel komið í stjórnmálin með bravör.

Fyrst Jón Gnarr gat komið sem óþekktur stjórnmálamaður, en þekktur skopmaður, og sópað að sér fylgi, þá ætti Davíð Oddsson með langa farsæla stjórnmálasögu, að geta komið og sótt fylgi sem um munar, til að koma þessari þjóð á fæturna eftir hrunið.

Við þurfum laginn verkstjóra í uppbyggingarstjórnina og Davíð hefur sannað sig sem slíkur. Öllum sem unnu með honum í samsteypustjórnunum, bar saman um það.

davi.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Davíð Oddsson á besta aldri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Dastu á höfuðið ?

hilmar jónsson, 30.12.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér Sigurður, það væri vissulega gott að fá Davíð. En væri ég í hans sporum, ataður af aur og lygaþvættingi misvitra álitsgjafa, þá væri takmarkaður áhugi hjá mér að gera nokkurn skapaðan hlut fyrir þessa þjóð.

Rannsóknanefnd alþingis gerði lítið með hans andmæli, þótt hann hefði bent á að Seðlabankanum hafi skort lagaheimildir. Sumum finnst gaman af að gera óþverra úr þessum ágæta manni.

Núverandi seðlabankastjóri kvartar yfir skorti á lagaheimildum ef bankarnir lenda í vanda á ný, enginn setur það í samræmi við andmæli Davíðs.

Jón Ríkharðsson, 30.12.2010 kl. 13:34

3 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Nei herra Hilmar Jónsson.

Ég er við mjög góða heilsu.

Það sem fær mig til að skrifa þessa áskorun, er löngun til að Ísland rísi til vegsauka og þjóðin nái sínum fyrri krafti og atorku. Til þess þurfum við góðan verkstjóra.

Þakka þér annars fyrir að sína heilsu minni umhyggju.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 30.12.2010 kl. 13:35

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Herra Jón Ríkharðsson,

kærar þakkir fyrir þitt innlegg.

Ég vona að það séu margir þarna úti sem sjá Davíð sömu augum og þú.

Hins vegar vona ég að hann sé ekki svo móðgunargjarn hann Davíð, að hann láti þjóðina gjalda þess að ýmsir einstaklingar hafi farið ómjúkum höndum um hann og jafnvel verið ósanngjarnir.

Peningamenn telja sig geta gert hvað sem er sínum málstað til þóknunar

Hugsjónamenn eins og Davíð vita hvað þeim ber að gera fyrir þjóð sína.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 30.12.2010 kl. 13:42

5 Smámynd: Jón Sveinsson

Ég er þér hjartanlega sannmála Sigurður....

Jón Sveinsson, 30.12.2010 kl. 14:16

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Mig langar aðeins að bæta við Sigurður, með þínu leyfi að sjálfsögðu.

Nei Davíð er ekki móðgunargjarn maður og ef menn myndu kynna sér það sem hann hefur sagt bæði og gert, þá myndu skoðanir þeirra breytast. 

Það er rétt sem þú segir, hann er sannur hugsjónarmaður og strangheiðarlegur.

Það hlýtur hver heilvita maður að sjá það, að fyrst nær allir rannsóknarblaðamenn landsins ásamt helstu talsmönnum vinstri stefnunnar, hafa eytt gríðarlegur tíma, og auðmenn hafa veitt miklu fjármagni til, að finna eitthvað misjafnt á Davíð en ekki tekist, þá getur hann ekki haft neitt að fela.

Árið 2004 sagði hann á fundi Viðskiptaráðs að bankarnir þyrftu að gæta betur að sér í útlánum, til þess að eyðileggja ekki gott lánshæfismat ríkissjóðs, á sama tíma sagði hann að bankarnir væru farnir að vera of áberandi í viðskiptalífinu osfrv.

Hvers vegna fylgdi hann þessu ekki betur eftir?

Vegna þess að hann vissi vel að hann var ekki einvaldur Íslands, Davíð kann nefnilega öðrum fremur að lúta málamiðlunum, þótt hann sé ekki alltaf að grobba sig af því.

Jón Ríkharðsson, 30.12.2010 kl. 14:38

7 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þakka þér fyrir Jón,

það er alltaf mikils virði þegar menn koma aftur og bæta nýjum vinkli við fyrri skrif.

Allt þetta skírir heildarmyndina og er málefninu til framdráttar.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 30.12.2010 kl. 15:13

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gleðileg jól Sigurður! Ég er ekki sammála um að Davíð sé sá verkstjóri seem þarf. Davíð er oftast heiðarlegur, enn ekki alltaf. Hann er bara ósköp venjulegur, óskaplega greindur og og þorin.

Jón Gnarr og Davíð eiga ýmislegt sameiginlegt og það er það sem gerir þá báða svona sérstaka, hvorn á sínu sviði...

Ég veðja á Jón Gnarr sem forsætisráððherra enda engin betri í það sæti...

Óskar Arnórsson, 1.1.2011 kl. 04:21

9 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Gleðilegt nýtt ár Óskar !

Ég er þér hjartanlega sammála varðandi Davíð.

En hvað sem framtíðin ber í skauti sér þá óska ég þess að þjóðin fái notið gæfu og farsældar.

Þjóðin er vinnusöm og á marga góða þræði í sinni sameiginlegu skapgerð.

Varðandi Davíð þá get ég ekki metið hann í algjörum smáatriðum, en segi eins og þú að hann sé ósköp venjulegur (ekki er það slæmt), óskaplega greindur (ekki er það slæmt) og þorin (ekki er það slæmt).

En hitt er það sem þú ekki nefnir að Davíð á það inni hjá þjóðinni að fá uppreisn æru, vegna þess að hann hefur orðið fyrir óvenjulega miklu aðkasti. 

Meira aðkasti en venjulegt er með stjórnmálamenn, þó þeir margir verða að taka á sig mikið skítkast fyrir að vera í stjórnmálum.

Það sem svo Davíð hefur fram yfir hina stjórnmálamennina, er það að hann hefur sannað sig sem afburða maður á því sviði, og við þörfnumst sárlega slíkra manna við stjórnarborðið.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 1.1.2011 kl. 13:03

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

Davíð á það inni og allir reyndar sem þurfa á því að halda. Það sem Davíð hefur fram yfir Jón Gnarr er reynsla.

Enn reynsla af hverju? Að stjórna á sama hátt og alltaf hefur verið gert? Lagast allt þjóðfélagið með að peningar fljóti um það aftur?

Málið er miklu stærra enn svo. Og flóknara. Og það þarf að þora að gera breytingar í samfélaginu sem byggir á öðru enn launi, verði og vöxtum.

Þingmenn t.d., hörkuduglegir margir hverjir, búa til lög sem eru hugsuð sem öllum fyrir bestu, enn endar sem þjóðfélagsleg spennitreyja og fólk þorir ekki að segja neitt á móti.

Þegar verið er að byggja hús, þarf að huga að grunninum. Sjálfu lífinu. Skólunum og hvað sé raubveruleg þekking þekking og hvað sé gaman að vita, þau það sé ekki nauðsynlegt til að lifa.

Meðan ekki er hreinsað í augljósum vandamálum í þjóðfélaginu, þar sem þörfin er mest, skiptir næstum engu máli hvernig öllu er stýrt, það er dæmt til að hrynja.

Óskar Arnórsson, 1.1.2011 kl. 13:28

11 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þakka þér fyrir Óskar,

mjög góður punktur hjá þér.

Ég væri síðastur til að segja að allt myndi breytast til hins betra, við að Davíð tæki við stjórnartaumunum. Hins vegar eru menn eins og Davíð, mikilsverðir sem sporgöngumenn, til að virkja fleiri til góðra verka.

Til þess að svona gagnger breyting verði eins og þú ert að lýsa, þá þurfa auðvitað að koma til fjöldi manna, með nýjan skilning á eðli uppeldis og fræðslu.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 1.1.2011 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband