Nýársnóttin vekur hjá manni djúpa löngun um betri heim

Víða á jarðarkringlunni eru áramótinn mikilvægustu tímamót í lífi margra þjóða.

Allt okkar karp um keisarans skegg virðist svo óendanlega smátt á slíkum tímamótum.

Þegar á mann leita eilífðarspurningarnar, verða smámunir enn smærri en venjulega.

Fyrir einu ári setti ég mér heit fyrir árið 2010.  Þá ætlaði ég alls ekki að koma nálægt því sem kalla má stjórnmál ! 

En hvað geri ég svo. Í lok þessa árs setti ég fram ósk um að Davíð Oddsson komi aftur fram á stjórnmálavöllinn og leyfi þjóðinni að njóta krafta sinna, meðan hann er enn ungur og vinnufær. Það verður að teljast, að ég þar með hafi brotið heit mitt all hressilega. 

Það sem ég ber fram mér til varnar, er það, að mér finnst þessi málaleitan vera alveg raunhæf og meira að segja einstaklega knýjandi nú um stundir. 

Meðal annars vegna þess að mér finnst Davíð eiga það inni hjá okkur þjóðinni, að fá uppreisn æru. Hann hefur orðið fyrir svo miklu ósanngjörnu aðkasti, eiginlega fyrst og fremst vegna þess að hann er svo mörgum kostum búin. 

Einskonar öfund sem brýst fram hjá þeim sem þurfa vinnu sinnar vegna, að hafa Davíð fjarri, svo þeir sjálfir hafi meira rými og möguleika.

Þeir sem líta í kringum sig, sjá augljóslega hvað góð verkstjórn í ríkisstjórn er nauðsynleg, til að ná fram samheldni og árangri.

Hvað sem annars verður á þessu merka ári sem nú fer í hönd, þá vil ég senda lesendum bestu óskir um farsæld og góða heilsu. En góð heilsa er það dýrmætasta sem við getum átt.

_sl_faninn_992237.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Gleðilegt ár ágæta þjóð !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill og gott að braust áramótaheitið. Það stóð lengi vel á minni persónulýsingu, sem ég varð að taka burtu að sjálfsögðu, að tvennt kynni ég ekki og kæmi ekki nálægt, og það voru trúarbrögð og stjórnmál.

Þetta tvennt er svo líkt að ég legg það að jöfnu. Núna læt ég allt flakka sem mér finnst,og hef enga möguleika til að vita hvort ég kunni nokkuð í hvorugu efninu.

Davíð gæti ábyggilega gert góða hluti ef hann fengist til að vinna með allt öðruvísi fólki enn hann hefur gert áður.

Allir sem skara framúr á einhverju sviði verða fyrir aðkasti. Það er eins og lögmál. Davíð er ekkert undanskilin því.

Menn verða fyrir aðkasti vegna keppnisanda sem breytist í öfundsýki, rætni og efri hluti þjóðfélagsins er fastur í leikriti og hlutverkaleik sem erfitt er að taka sig úr.

"Hver sagði hvað um hvern og hvað" og síðan eltingaleikurinn um völd yfir hverju sem er. Fyrirtæki, skóla, fólki, peningum og bara þörfin að stýra allt og öllu.

Vandamál flestra þróunarríkja er þessi  eilifa árátta að geta ekki látið fólk í friði. Vandamálið er að þeir sem tala um lýðræði, skilja ekki hugtakið og blanda það með persónulegri eigingirni. 

Óskar Arnórsson, 1.1.2011 kl. 13:40

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þakka þér kærlega fyrir Óskar,

þegar grant er skoðað erum við sammála á svo mörgum sviðum !

Sigurður Alfreð Herlufsen, 1.1.2011 kl. 14:04

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

...kæmi mér svo sem ekkert á óvart að við værum það Sigurður...

Óskar Arnórsson, 1.1.2011 kl. 14:15

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Gleðilegt ár Sigurður.

Það var gott hjá þér að brjóta heitið, því skynsamleg hugsun á alltaf rétt á sér og hana settir þú svo sannarlega fram í þínum síðasta pistli.

Úti á sjó eru menn gjarna að þvarga um pólitík og sumir segjast vera pólitísk viðriðni, þótt þeir hafi ansi sterkar skoðanir á stjórnmálaflokkum.

Oft hef ég bent þeim á, að við sem lifum í þessu landi berum ábyrgð og við höfum öll völd í okkar höndum.

Allir sem vettlingi geta valdið eiga að bera sínar skoðanir fram og menn eiga að takast á, málefnalega að sjálfsögðu, en ekki með skítkasti.

Ég gæti trúað að við ættum það sameiginlegt, að geta ekki hugsað um pólitík. Ég hef gert margar tilraunir, farið í fréttabindindi osfrv., en það stendur aldrei lengi.

Enda er pólitík ekkert annað en lífið sjálft og það er oft ansi krefjandi og erfitt, en ánægjulegt þegar sjálfstæðismenn eru við völd.

Jón Ríkharðsson, 1.1.2011 kl. 14:41

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Fyrirgefðu Sigurður, ég ritaði vitlaust að ofan, ég átti við að geta ekki hætt að hugsa um pólitík, en skrifaði hið gagnstæða.

Jón Ríkharðsson, 1.1.2011 kl. 14:43

6 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þakka þér fyrir Jón,

það er þetta með fréttabindindið. 

Minnir mig á að einu sinni var ég í andlegri reglu. Þar var fréttabindindi innifalið þegar við vorum saman á sumarnámskeiðum.

Alveg nauðsynlegt aðhald frá heiminum þegar maður er að safna kröftum til að geta orðið betri þjónar fyrir heiminn.

Svona er þetta nú merkilegt. Til að geta verið góður þjónn þá þarf maður að snúa sér inn á við og leita uppsprettunnar. Þannig verður til betri maður og betri þjónn. 

Við erum öll einhverskonar þjónar fyrir okkar land og okkar þjóð. 

Hverjir þeir sem finna til ábyrgðar að þessu leyti, eiga að stíga fram og leggja gott til málanna.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 1.1.2011 kl. 16:05

7 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Jón, ég má til með að bæta við skrif mín, því að þín seinasta setning heldur mér við efnið:

"Enda er pólitík ekkert annað en lífið sjálft og það er oft ansi krefjandi og erfitt, en ánægjulegt þegar sjálfstæðismenn eru við völd."

Mig langar til að lýsa því, hvernig ég held að fyrirmyndar ríkisstjórn eigi að vera samansett, svo hún standi fyrir sameiginlegum vilja landsmanna.

Ég lít til fánans, sem hefur þrjá aðalliti.

Blái liturinn er fyrirferðarmestur og á að hafa mest vægi. Liturinn er tákn hins frjálsa vilja. Fyrir frelsi einstaklingsins, sem er undirstaða réttláts þjóðfélags.

Rauði liturinn er eins og saltið. Hann táknar hið gullna réttlæti gagnvart þeim sem minna mega sín og öllum öðrum. Það má aldrei ganga fram hjá rétti allra manna til mannsæmandi tilveru.

Hvíti liturinn er samvizka þjóðarinnar, eða hinn trúarlegi grundvöllur. Án réttlætis, góðvildar og sterkrar samvizku verður ekkert þjóðfélag langlíft. Þar munu sífelldar deilur ráða ríkjum og varna því að farsæld ríki.

Svona vil ég lýsa stjórnarstefnu sem yrði til farsældar fyrir fólk og land.

Gleðilegt nýtt stjórnmálaár !

Sigurður Alfreð Herlufsen, 2.1.2011 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband