Bestu synir og dætur Íslands gangi fram.

Já, ég bið bestu syni og dætur landsins að ganga fram í styrkleika og jákvæðum anda.

Það er þörf fyrir ykkar inngrip með góðum verkum, landi og þjóð til heilla.

Of margir draga sig inn í skel og sinna eingöngu sínum nærtækustu málefnum.

En okkur vantar fleiri, sem vilja láta gott af sér leiða í stjórn á okkar málum.

Sá vettvangur sem þarf nýjan eldmóð og vinnufúsar hendur er stjórnmálavettvangurinn.

Þangað þurfa fleiri að koma til, sem finna hjá sér löngun og getu, til að byggja upp, vinna saman á þann hátt að öll bestu sjónarmið stjórnmálaflokkanna, fái þar rými og virkni.

Það er komið nóg af skotgrafavinnubrögðum, að sá stjórnmálaflokkur sem er við völd þessa stundina, setji sín mál á dagskrá án tillits til þess, að stór hluti þjóðarinnar, jafnvel mikill meirihluti hennar, er andvígur þeim aðferðum eða aðgerðum sem beitt er.

Nauðsyn sú hrópar á okkur að unnið sé með það markmið efst í huga, að öll jákvæð sjónarmið komi upp á borðið og verði með í kjarna aðgerða stjórnmálanna.

Eins og forseti landsins sagði, þá er það vilji landsmanna sem ræður, eða alla vega á að ráða. Einstaka áherslur stjórnmálamanna, sem ekki njóta almannahylli, eiga þá ekki að hafa vægi umfram byr.

_slenski_faninn-.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vinna fyrir Ísland

17_juni_safir_i-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Vinna fyrir þjóðina

forseti_slands-.jpg

 

 

 

 

 

 

Forsetinn ávarpar þjóðina

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þú ritar af mikilli visku Sigurður og ert greinilega maður sem öðlast hefur þikinn þroska.

Það er rétt sem þú segir í pistlinum þínum, allir þurfa að stíga fram og láta gott af sér leiða.

Vandamálið er það, að Steingrímur og Jóhanna virðast trúa því að þau séu að vinna þjóðinni gott.

Það er vegna þess að þau hafa heimskuna sér við hlið og eins og þú veist, þá er heimskan afar slóttug og getur breytt sér í dulargervi viskunnar. Í hugum margra getur heimskan hagað sér návæmlega eins og viskan og þeir sjá ekki hina slæmu birtingarmynd heimskunnar.

Við þurfum að standa saman og þekkja viskuna, þá eru okkur allir vegir færir.

Jón Ríkharðsson, 3.1.2011 kl. 17:39

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður pistill þetta...

Ég held að Jóhanna og Steingrímur séu alltof vel gefin til að trúa að þau séu í einhverjum góðverkum, hvað þá heldur að þau trúi að þau séu að vinna fyrir þjóðina. Það er eitthvað annað sem sjórnar þeim.

Þau bæði tala og hegða sér eins og fólk sem hefur verið beitt þvingunum. Og það gefur augaleið að þessar þvinganir eru efnahagslegar og studdar af einhverjum íslendingu.

Stundum er staðan þannig að viska er við hæfi og stundum þarf hermenn, vopn og bardaga til að lýðræði nái fram að ganga. Það hefur engin nokkurtíma sagt að alvöru lýðræði fengist án nokkurar fórna

Því kraftar sem vilja í gegnum græðgi og valdafíkn eru alltaf á kreiki...

Óskar Arnórsson, 3.1.2011 kl. 18:45

3 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Sæll Jón og kæra þökk fyrir þitt innlegg.

Ég tek undir þín orð. Viskan er vandfundinn, og viljinn til að vera réttlátur stjórnandi er einnig langt frá okkur, stundum.

En það þarf sannarlega að breytast. Nú verða margir að taka höndum saman, til að hinir réttu stjórnendur komi fram á völlinn og sem eru tilbúnir að lyfta grettistaki.

Megi þín síðasta málsgrein vaxa upp í æðra veldi.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 4.1.2011 kl. 00:20

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Takk fyrir þín orð Óskar.

Ég hef þá trú á þessari þjóð sem hefur komið okkur til manns, að ekki þurfi til að koma neitt annað en hin hreina einlægni og góðvild sem þessi þjóð á mikið af.

Oft hef ég hugsað til þess, eftir að hafa alist upp á Ísafirði, að mikilð var af góðum vilja til að mennta börnin og unglingana.

Þarna var ógnarkraftur í fólkinu, viljinn var einlægur að gera fólkinu gagn.

Það voru Alþýðuflokksmenn sem fyrst og fremst stjórnuðu bænum, þegar ég var að alast upp.  Ég hef aðeins þakklæti til þessara manna fyrir þeirra hlut. Þeir gerðu eins og þeir höfðu vit og möguleika til.

Það var einnig upp á teningnum þegar aðrir flokkar náðu stjórnartaumunum.

Það eru því ekki stjórnmálaflokkarnir sem slíkir sem ráða úrslitum. Heldur er það sá dugur sem einstaklingarnir ráða yfir og þeir finna sér farveg í ýmsum flokkum.

Þess vegna vil ég fyrst og fremst horfa til einstaklinga þegar velja skal forustusveit.

Og þegar leita skal uppi kröftuga einstaklinga þá er sjálfgefið að þá er marga að finna stærsta flokki þjóðarinnar.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 4.1.2011 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband