Jesús og aðrir andlegir meistarar

Ég var að lesa grein eftir Pawel Bartoszek stærðfræðing "Jesús var líklega til".

Hann kemst á þá skoðun að Jesús hafi verið til eftir að hafa skoðað ýmsar heimildir.

Sjá greinina hér neðanmáls. 

Í því sambandi datt mér annað í hug sem styrkir þær sagnir að Jesús hafi verið meðal manna.

Má segja að hann hafi verið til vegna þess að hann kynnti til sögunnar æðra siðferði og breytni, heldur en var þekkt og viðurkennt af hans samtíma. Slík vakning verður ekki til af engu.

Það er mjög sterkur vitnisburður um að fram hafi komið andlegur meistari, sem var fær um að miðla nýjum veruleika inn í annars allt annan skilnings- og vitundarheim.

Jesús kom inn í heim þar sem æðsta réttlæti var að gjalda illt með illu. Hann kom og sagði okkur að fyrirgefa hið illa sjötiu sinnum sjö sinnum, sem í raun segir að við eigum að fyrirgefa út í það óendanlega. Þau orð hafa auðvitað vakið furðu og reiði í margra hugum.

Þetta þurfti hann að kynna, vegna þess að það er enginn lausn að standa í stöðugu stríði. Þannig verður enginn framþróun og kynþættir standa í stað, eða hjá þeim verður hnignun og afturför.

Svo er það hitt að í okkar samtíma hafa komið fram miklir hugsuðir og andleg stórmenni.

Vil í því sambandi nefna danska heimspekinginn Martinus (1890-1981). Hann talar til okkar í bókum sínum, þar sem hann kynnir til sögunnar hærri vitund og breytni, en við höfum áður fengið séð eða hlotið vitneskju um.

Þó eigum við fullt í fangi með að melta og aðlaga atferli okkar þeim boðskap sem Jesús kynnti okkur og bað okkur að fylgja.

Einnig vil ég nefna Sai Baba sem er enn í jarðneskum búning, nýlega orðin 85 ára.

sai_baba_-_merry_christmas_1051917.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Sai Baba óskar öllum Gleðilegra Jóla

Hann segir að allir eigi að iðka trú sína af einlægni, hver sem hún er. Vera fulltrúi fyrir ljósið á sínum stað í tilverunni. Kristnir menn séu góðir fulltrúar kristinnar trúar. Aðrir iðka sína trú af sömu einlægni og láta gott af sér leiða.

kristur_-_fri_flitjandinn_-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kristur - Friðflytjandinn

kristur_sja_eg_gjori_alla_hluti_nyja_1051925.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jesús sagði: "Sjá ég gjöri alla hluti nýja"

 kristur_og_skaparinn.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Jesús var í engum vafa um hver væri hans yfirvald.

Hér leitar hann styrks til að geta gengið í gegnum þjáninguna á krossinum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef þú lest greinina hans, en ekki bara fyrirsögnina, þá er hann í raun að benda á að ekkert bendir til þess að Jesú hafi verið til. Í vísun sinni í Tacitus, (sem er í meira lagi vafasöm heimild úr afriti frá 14. öld,) þá bendir hann á að þar sé talað um Kristna en ekki krist, en enginn  þrætir fyrir tilvist trúarbrota undir þeim hatti.  Einnig nefnir hann Josephus, sem fyrir löngu hefur verið afgreitt sem seinni tíma fölsun, enda nefnir enginn þennan fræga kafla (testimonium flavianum) fram á 4. öld, þegar lygamörðurinn Eusebius gerir það. Þessi merka tilvitnun fór semsagt framhja öllum kirkjufeðrum á undan honum, þótt þeir vitnuðu ítrekað í Josephus um önnur söguleg efni.

Þetta veist þú. Jesús var líklega ekki til og skáldskapur einn eins og aðrar mýtur trúarbragðanna. Pawel laumar því skemmtilega að, um leið og hann gerir sér mát úr orðinu "líklega".  Í máli hans sýnir hann ekki framá neinar líkur, heldur ólíkindin.

Sættu þig við þetta maður og hættu að fabúlera. Lestu eitthvað um efnið utan Biblíunnar og utan apologistanna og lygamarða kristindómsins. 

 Þá muntu sjá að þetta er helber skáldskapur. Já raunar Gamla testamentið líka.  Fornleifafræðin er löngu búin að sýna fram á það. Magnús okkar Magnússon gerði meira að segja þætti í sjónvarp í bretlandi fyriráratuum um efnið.

Varðandi fornleifafræði Nýja testamentisins, þá geturðu byrjað á Nasaret og Betlehem í Júdeu. Staðir sem ekki voru til á meintum tima Krists.  Svo er raunar um fleiri staði nefnda í bókinni, enda höfðu höfundarnir aldrei til Palestínu komið.

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2011 kl. 03:14

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Meira að segja Páll postuli hafði ekki grænan grun um hver Jesú þessi var, enda nefnir hann ekki einu orði sögu hans, samferðamenn, kraftaverk né spakmæli. Talar um hann sem anda.

Ef þú lest þetta heiðarlega, þá ættir þú að vita þetta. 

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2011 kl. 03:20

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Andlegur meistari??  Hefurðu lesið nýja testamentið yfirleytt?  Hefurðu lesið Lúkas 14:26 eða Matt. 10:34-36?

Þetta er heimsendaspádómsrugl, sem aldrei rættist. Skrifað á þeim tíma þegar Ísrael var leyst upp.  

Betri sögur eins og sagan um besyndugu konuna er seinni tíma viðbót. Já raunar frá 10. öld!

Í ofangreindum ritningastöðum er ábending fyrir þig um það hvernig kristnum ber að "elska" náungann. 

Hver vegna ertu að skrifa þessa þvælu trekk í trekk?  Á þetta að vera þér til upphefðar?  Hverju ertu að reyna að koma á framfæri? Eigin ágæti framar öðrum?

Jón Steinar Ragnarsson, 5.1.2011 kl. 03:28

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Ágæti Jón Steinar,

þakka þér fyrir þessar hugleiðingar. 

Ég vil ítreka að ég las greinina sem ég er að leggja út af, skárra nú væri !

Einnig vil ég benda þér á varðandi Luk.  14.26 að ég tók það sérstaklega fyrir í bloggi mínu frá 13.11.2010.

Það er til hópur manna á okkar tímum sem neita því að helförin gegn Gyðingum hafi átt sér stað.

Það er með engu móti hægt að hjálpa slíku fólki á réttan kjöl. Þegar einhverjir ganga gegn augljósum villum sínum og halda þeim til streitu hvað sem tautar og raular, þá verða þeir að lifa í sínum heimi ótruflaðir af  öðrum sem vita betur.

Eitthvað af þessu dettur mér í hug þegar ég sé hvað þú ert heitur út í kristna menn. 

Það er ekki öfundsvert hlutverk hjá þér að standa í því að afneita sjálfum höfuðspámanni kristinna manna. Og sem kom með þennan háleita siðaboðskap sem enginn ætti að vera á móti.

Hvað sem því líður þá óska ég þér árs og friðar.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 5.1.2011 kl. 10:40

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er áhugaverð hugleiðing hjá þér Sigurður.

Ef menn greina kjarnann frá hisminu, þá er það kærleikurinn sem skiptir mestu máli.

Ég tilheyri þeim hópi fólks, sem játa kristna trú, því mér finnst það prýðisgóður boðskapur, jafnvel þótt Gamla Testamentið greini frá ýmsu sem vafasamt telst og miður friðsamt.

En ég er viss um að maðurinn skilur ekki Guð og á langt í land með það.

Mannkynið hefur þokast hænuskref í aldanna rás í viðleitni sinni að skilja eigið eðli. Þrátt fyrir allar rannsóknir lærðustu manna, þá er nú ýmislegt varðandi manninn hulin ráðgáta flestum mönnum.

Ef við gefum okkur það, að Guð sé fullkominn, sem er mín skoðun, þá finnst mér æði hæpið, miðað við hvernig manninum gengur að skilja sjálfan sig, að hann geti skilgreint Guð.

Enda eigum við sennilega ekki að skilja allt, heldur að rækta það góða í okkur. Heiðarleiki er t.a.m. góð dyggð sem fáum er gefin, en flestir geta ræktað með ástundun og góðum vilja.

Mér finnst gaman að lesa svona áhugaverðar hugleiðingar og þakka þér fyrir þær. 

Jón Ríkharðsson, 5.1.2011 kl. 13:11

6 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Kæri Jón Ríkharðsson,

mikið er ég þakklátur að fá svona jákvæða umsögn um það sem ég er að setja fram.

Ég geri það af góðum vilja og vona í leiðinni að einhverjir sjái ljós í textanum.

Það er mín skoðun að aðeins það sem við getum ræktað með okkur og telst vera hjartans mál, fari með okkur yfir í hinn andlega heim að lífi loknu.

Ef það er rétt, þá er mikilsverðast að fara fram í góðum anda, kærleiksríkum og fyrirgefandi.

Þegar við svo rekumst á og fáum mótstöðu, þá fyrst reynir á hvernig maður tekur á viðfangsefninu.

Hafðu kæra þökk fyrir.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 5.1.2011 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband