Barnamessa í Bessastaðakirkju - bæði fjörug og innileg

Í morgun fór ég í barnamessu í Bessastaðakirkju. Á Álftanesi býr sonur minn með stóra fjölskyldu. Þau hjónin eiga alls 5 börn. Það var ástæðan fyrir því að ég og kona mín (afi og amma), vorum þarna líka.

Í messunni í morgun var þeim börnum sérstaklega boðið sem verða 6 ára á þessu ári. Þeim var gefin falleg myndabók hverju og einu.

Það var sérstakt í kirkjunni að við kórsvæðið var uppsett kvikmyndatjald. Á það var varpað þeim texta sem syngja átti hverju sinni. Þetta hef ég aldrei séð fyrr, en finnst það mjög hentugt. Þá þarf ekki að notast við sálmabækur.

Þegar þessi litlu og saklausu börn komu upp til prestsins og fengu gjöfina afhenta þá var ánægjulegt að vera áhorfandi.

Auðvelt að skilja þau orð sem höfð eru eftir Jesús: "Leyfið börnunum að koma til mín því þeirra er Guðsríki".

Enginn kemst til himna nema vera einlægur og sannur eins og barn. 

Hvenær skildi maður glata þessum eiginleika barnsins ?

Á maður eitthvað að vera að glata góðum eiginleika , sem sér manni fyrir fari til himnaríkis ?

Spyr sá sem gjarnan óskar sér að eiga samastað með himinsælunni, reyndar bæði í þessu lífi sem því næsta.

 bessasta_akirkja_1.jpg

 

 

 

 

 

Bessastaðakirkja á fallegum sumardegi

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband