Höfuðspark er morðtilraun

Mann setur hljóðan gagnvart ólýsanlegum meinsemdum, þar sem, að því er virðist, eðlilegt fólk fer fram með vísvitandi morðtilraun gagnvart andstæðingi sínum í átökum.

Hvaða illska er þarna að verki ?

Þegar ég var ungur voru áflög alltaf nálægt þegar fólk var með víni. Það virðist vera samtvinnað að hið illa vaknar til lífsins hjá mörgum, þegar vín er haft um hönd.

Hins vegar voru aldrei viðhöfð þau meðöl að sparka í höfuð andstæðingsins. Þegar annar var fallinn í götuna þá var áflogum hætt, þar sem enginn andstæðingur var uppistandandi lengur.

Búið var að afgreiða misklíðina - hafi hún einhver verið, sem alls ekki er sjálfgefið.

Stundum eigast við bláókunnugir menn, sem ekkert hafa haft saman að sælda.

Nú á dögum bregður svo við, að sigri í áflogum er fylgt eftir með áframhaldandi barsmíðum og þá er þeim beint að veikasta hlekk fórnarlambsins, sjálfu höfðinu.

Er nokkuð annað til í dæminu, en að hér sé birtingarmynd þessara hryllilegu eiturefna, sem eru margfalt hættulegri en vínið, þó það sé víðsjárvert ?

Hvað sem veldur, þá er þetta óendanlega sorgleg þróun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Ekki gleyma miklir menn erum við Hrólfur minn, en nú þarf ekki færri en 5 vesalinga til að sparka í liggjandi mann.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 18.1.2011 kl. 10:07

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Já, þetta er hreint ótrúlegt.

Það er langt um liðið frá því að Hrólfur sagði: "Sjáiði hvernig ég tók hann"

Nú breytist frásögnin yfir í: "Sjáiði hvernig við fimm tókum hann"

Sigurður Alfreð Herlufsen, 18.1.2011 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband