Margir saman ráðast að einum manni

Furðulegt er til þess að vita að það skuli eiga sér stað slík veruleikafyrring, að fleiri en einn maður skuli ráðast saman á einn andstæðing.

Framkoma að því tagi var óþekkt hér áður fyrr - algjört tabú - enda talin lýsa sérstökum lítilmennum.

Nú bregður svo við, oft á tíðum, að hópur manna sækir að einum. Hvílík lágkúra og siðblinda.

Nógu mikið getur hallað á, þegar sterkur maður ræðst gegn sér veikari andstæðingi. En þegar við bætist að fjöldi manna gengur gegn einum manni, þá eru siðferðisviðmið algjörlega horfin.

Hvað á þá að segja, þegar margir menn saman, sparka í höfuð liggjandi manns ?

Eru til svona margir án siðferðis og lífsgilda ?

Er komin upp lítilsilgd og ill hópdýrkun í kjölfar eiturefnanotkunar ? 

Eiturefnaneytendur eru þjónar myrkraaflanna.

Eina leiðin til ljóssins er að hrista eiturhlekkina af sér og standa upp frjáls.

 

valur_ithrottafelag_-.png

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íþróttir eru ein leiðin til frelsis

 

_sland_-.png

 

 

 

 

 

 

 

Góðir þegnar Íslands eru allsgáðir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Það er ennþá afskaplega lítilmannlegt að ráðast svona margir að einum manni.

Við skulum vona það, Sigurður minn, að skynsemin fari að nema hér land og að heimskunni verði úthýst, eða hún í það minnsta ekki látin fá svona mikið vægi og hún hefur í dag.

Þetta er góður pistill hjá þér og sannur, ég er sammála því að "góðir þegnar Íslands eru allsgáðir".

Jón Ríkharðsson, 21.1.2011 kl. 00:43

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Kæra þökk Jón,

það þarf að myndast mikil og breið samstaða um að svona illvirki verði ekki að daglegu brauði hér á okkar ástkæra landi. Og heldur ekki að stökum dæmum.

Eitt tilfelli er of mikið !

Sigurður Alfreð Herlufsen, 21.1.2011 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband