Séra Þórhallur heldur fræðsluerindi um trúarbrögð

Ég hef í nokkur ár fylgst með séra Þórhalli sem nú er sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju.

Hann er svo fjölfróður um trúarbrögð heimsins að unun er á að hlýða. Hann er enda búin að nema slík fræði árum saman.

Hann er svo örlátur að gefa okkur tækifæri til að njóta þessa lærdóms sem hann hefur áunnið sér, með því að draga saman sitt langa nám í samþjappað form.

Þessa stundina kynnti hann Hindúatrú með fyrirlestri í gærkvöldi, sem lýkur næsta fimmtudagskvöld.

Ég er nú þegar orðinn spenntur að fá notið næstu trúarbraðgakynningar sem verður um Búddatrú.

Svo skemmtilega vill til að ég er einmitt að lesa Orðskviðir Búdda þessa dagana.

Trúarbrögðin eru leiðir mannsins til að nálgast Skaparann.

Það er sú lenska ráðandi að telja sig aðhyllast bestu trúarbrögðin og öll önnur séu skör lægri.

Þetta er algjör óþarfi. Það þarf ekkert að vera að hreykja sér í þeim efnum. Ætli maður sér að vera góður nemandi, í þeim trúarbrögðum sem maður hefur alist upp með, þá á maður erfitt verkefni framundan !

Það er t.d. ekkert einfalt mál fyrir okkur kristna menn að fylgja eftir boðskap og fyrirmælum Krists.

Á sama hátt er ekki auðvelt að fylgja eftir kenningum Búdda.

Það kemur líka í ljós að allt eru þetta leiðbeiningar í átt að ljósinu, sé það lesið og skilið eins og meistararnir bera það fram.

Það á að rækta hið góða og sanna. Slíkt er öllum erfitt á öllum tímum og í öllum löndum.

hafnarfjar_arkirkja_-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Hafnarfjarðarkirkja á fögru sumarkvöldi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband