Heimsendir árið 2012 - enn ein heimsendaspáin...

Ég er að velta fyrir mér þessum heimsendaspám, sem reglulega skjóta upp kollinum gegnum veraldarsöguna.

Þar tel ég vera um að ræða kaflaskil í sameiginlegri andlegri reynslu þjóðanna. Einskonar ganga upp á æðra svið.

Þannig að það eigi sér stað sjáanleg umbylting í mannheimi. Hin gamla veröld líður undir lok og eitthvað nýtt og æðra fæðist.

Varðandi árið 2012 þá má vel sjá fyrir sér að mikil andleg vakning sé framundan, og að undirbúningurinn  sé einmitt þessar ægilegu hamfarir sem ríða yfir heiminn og ekki skal gleyma hamförunum í fjármálaheiminum. Þær hamfarir urðu vegna græðgi og einbeitts brotavilja fjármálamanna, sem skeyttu engu um rétt og rangt.

Auðvelt er nú að sjá, að hér á Íslandi hefði árið 2007 ekki verið ákjósanlegt, til að bera fram andleg sannindi. Þjóðin hefði ekki verið reiðubúin til að hlusta.

En á árinu 2012 er miklu líklegra að mannkynið sé búið að fá hinn rétta undirbúning og því komið með hinn rétta grunn til aukins skilnings.

Hremmingar þær sem gengið hafa yfir heimsbyggðina skapa aðstæður og gerir móttækilegar sálir reiðubúnar og sem geta þá náð andlegum framförum.

Á sama hátt og garðurinn er plægður til að gefa af sér góða uppskeru, þá þarf að umbylta og mýkja þjóðarsálina svo hún sé undirbúin til að taka á móti hærri andlegri veruleika en hún hefur hingað til verið reiðubúin fyrir.

Samkvæmt spádómum Edgar Cayce þá mun mannkyn framtíðarinnar verða andlegra en áður og ávinna sér yfirnáttúrlega hæfileika.

(Yfirnáttúrulegir hæfileikar eru að sjálfsögðu orðaleikur, því það er ekkert yfirnáttúrlegt til, nema sem ástand eða hæfileiki sem er æðri núverandi skilningi.)

Slíkt mannkyn mun þá vinna sem sameinað jákvætt afl. Þá verður hinn andlegi veruleiki ekki nein fjarlæg draumsýn, heldur raunsannindi sem hver maður játar og skilur með sínum eigin skynfærum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband