Fólk á að tala saman - með hjartanu!

Hugsið ykkur veröldina og samskiptamátann, ef allir myndu tala saman með hjartanu. Létu skilrúm eins og trúarbrögð, stjórnmálaskoðanir, kynþætti, landamæri, menntun o.s.frv. ekki eyðileggja sambandið milli manna.

Hvernig er samband milli móður og barns. Er það ekki byggt upp á gagnkvæmum kærleika. Er umhyggja móðurinnar ekki byggð á skilyrðislausri elsku til afkvæmisins, sem henni er ætlað að vernda, þar til barnið getur farið að sjá um sig sjálft.

Jú, sannarlega er og verður móðurástin tignuð, svo alt um faðmandi sem hún er. Þá er ekki þar með sagt að ákvarðanir móðurinnar séu réttar í öllum viðfangsefnum, en viljinn er eitt og hið rétta getur verið annað.

Ég segi fyrir mig að móðurástin eins og hún snýr að mér, hefur verið mér mikils virði. Verið sem verndandi hendi í gegnum lífið.

Við sækjumst mörg eftir þessum verndandi kærleika í kirkjunni okkar og vonumst til að finna hann þar. Svo eru aðrir, sem hafa sína trú og lífsgildi innra með sér og bera ekki á torg.

Hvort heldur sem er þá stendur upp úr að maðurinn er það sem í hjartanu býr. Allt annað er minni háttar.

sai_baba_andlegur_meistari.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sai Baba - Indverskur meistari.
Hann hefur lengi skrifað "Hugsanir dagsins"
og hér fyrir neðan er hugsun þessa dags.

 

Date: Sunday, January 30, 2011

THOUGHT FOR THE DAY

Wherever you may be, in whatever country, do not give room for religious differences. Do not give up your religion; adhere to your faith and tradition. When differences between religions are given up, love will develop in you. When love grows, you can have a direct vision of God. Without love, mere verbal prayers are of no avail. Realise that the Love that is present in everyone is the same. It is that common bond of Love of God that binds everyone.

Lausleg þýðing:

HUGSUN DAGSINS

 Í hvaða landi sem þú ert staddur, þá skaltu ekki gefa rými fyrir trúarlega mismunun. Ekki láta þína eigin trú lönd og leið; gættu að þinni trú og arfleifð. Þegar mismunur eða misklíð milli trúarbragða er þurrkuð út, þá kemur kærleikurinn fram í þér. Þegar elska þín vex, muntu geta nálgast Guð. Án kærleika, eru bænir til lítils gagns. Gerðu þér grein fyrir að kærleikur er til staðar í öllum og er af sama meiði hvarvetna. Það eru kærleiksböndin til Skaparans sem binda alla saman.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Þetta er fallegur boðskapur hjá þér Sigurður.

Þeir sem hafa náð góðum þroska geta talað saman með hjartanu, oft á tíðum án orða.

Einnig er þetta þekkt, eins og þú bendir á, milli ungabarns og móður, föðurins að sjálfsögðu líka.

Þú manst kannski eftir því þegar börnin þín voru lítil, þú hélst á þeim í fanginu og horfðir á þau og skynjaðir það takmarkalausa traust sem þau bera til þín.

Fyrir mér voru þetta dýrmætar stundir, ég á fimm börn en hef ekki haft mikinn tíma með þeim, en þessar fáu stundir sem ég átti með þeim er þau voru lítil, þær eru orðnar að dýrmætum minningum.

Samt var aldrei sagt eitt einasta orð á þessum stundum, í mesta lagi bros frá litlu skinnunum sem ósjálfrátt var endurgoldið með miklu stolti.

Orð eru nefnilega stórlega ofmetin í mannlegum samskiptum.

Jón Ríkharðsson, 30.1.2011 kl. 20:02

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þakka þér fyrir Jón,

ánægjulegt að eiga samskipti á þessum nótum. Um góðar minningar þegar börnin voru lítil og saklaus.

Ég hef þá trú að þegar við kveðjum og förum yfir í hinn andlega heim, þá verði það allsráðandi sem við færum með okkur og í hjartanu býr.

Betra að þar séu einhver verðmæti geymd, því ritsnilld eða mögnuð orðræða mega sín lítils í hinum sanna heimi, þar sem ekki er hægt að fela neitt með orðskrúði.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 30.1.2011 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband