Sai Baba varð 94 ára samkvæmt tímatali Hindúa

Talið hefur verið að Sai Baba myndi lifa til 94 ára aldurs eftir okkar tímatali, og því sé eitthvað misræmi milli hans frásagnar og raunverulegs dánardags.

Sai Baba talaði út frá þeirri venju Hindúa að miða við Tungl tíma (Lunar time), en hann er 27,21 dagur pr. mán.

Heildartími hans hér á jörðu var 30.833 dagar, deilt með 27,21 sem er 1133 mánuðir sem gerir 94 ár.

Nánari skíring

sai_baba_b.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sai Baba (1926-2011)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Kæri herra Jón Steinar Ragnarsson,

hvað veldur þessari sérstöku athugasemd frá þér.

Það hefur lengi verið vitað að menn sjá aldrei hið sama út úr hverju máli. Alltaf skal vera einhver neikvæð rödd sem kemur róti á allt og alla.

Við slíka menn á maður í erfiðleikum með að eiga samhljóm. 

Það er hins vegar mín trú að við - ég og þú - séum bræður. Séum nákomnir.

Reyndar svo mjög að við verðum aldrei aðskildir. Með þessari sýn að leiðarljósi, þá sendir þú mér allt of kuldalega kveðju. Á móti vil ég aðeins segja að við erum (mannkynið) allir ein heild. Það er á okkar ábyrgð að gera þennan heim betri en áður, með því að draga fram það sem við eigum sameiginlegt, efla það og styrkja.

Að svo mæltu óska ég þér gleðilegs sumars með von um mildari og vinsamlegri samskipti í framtíðinni.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 30.4.2011 kl. 10:01

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einfeldni þín og auðtrú er mér einfaldlega ráðgáta. Þú virðist trúa öllu sem að þér er rétt um yfirnáttúrlega hluti. Engin gagnrýnin hugsun. Alger afneitun á staðreyndir.

Kynntu ér þennan loddara. Ég er ekki að fara með neitt fleipur. Meira að segja fylgjendur hans telja það vera blessun að hann skuli káfa á kynfærum ungra pilta. Hann hefur líka verið viðriðin hrikaleg morðmál og valdabaráttu og þessi ódýru töfrabrögð hans eru aðhlátursefni allra sem vilja sja hverslags viðrini þessi maður var.

Ekki gefa mér einhverjar skinhelgar ádrepur eða prédíkanir. Spurðu sjálfan þig: "Er virkilega eitthvað til í þessu hjá honum?" Leitaðu svo svara og sjáðu að ég er ekki að gera þetta af neinni illsku. Ég vil einmitt að menn segi satt og leiti sannleikans í öllu, svo langt sem verður komist. 

Þú hinsvegar ætlar mig illmenni undir ábreiðu sjálfshelgi. Það er ekki eitthvað sem ég sit undir þegjandi.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.5.2011 kl. 02:42

4 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Kæri Jón Steinar, mér verður nú á að segja, eins og kemur fram í Biblíunni.

“Hví ofsækir þú mig?”, sagði Kristur við Pál, síðar postula og eins atkvæðamesta trúarhöfðingja kristinna manna, eftir að hann varð fyrir yfirnáttúrulegri reynslu.

En þetta er þó útúrdúr hjá mér, því ég hef af nógu að taka til að lýsa Sai Baba.

Vegna þess að hann lifði langa æfi þá er auðvelt að skoða hans lífshlaup og meta hvernig hann hefur varið lífi sínu.

Aldrei hef ég séð eftir honum haft eitt einasta neikvætt orð, hvorki um menn eða málefni.

Alls staðar hefur hann hvatt til sáttfýsi, góðmennsku og réttrar breytni.

Fylgjendur hans teljast í milljónum og margir hafa heimsótt hann frá fjarlægum löndum. Þar á meðal nokkrir Íslendingar.

Erlendur Haraldsson er einn þeirra, en honum kynntist ég árið 1960 á vegum Guðspekifélagsins sem þá var, en sem nú heitir Lífsspekifélagið. Þar var orðinu Guð sleppt úr heiti þess, af tillitssemi við menn sem ekki mega heyra minnst á Guð!

Erlendur er vandaður maður og ég treysti honum til réttsýni og sanngirni í hverju máli.

Hann hefur heimsótt Sai Baba á hans heimaslóðir og komið til baka með mjög jákvæða sýn á meistarann, og hann var vitni að mörgu merkilegu og eftirtektarverðu, sem ekki verður skilið með einföldum hætti.

Einnig hef ég átt samtal við Pál Erlendsson sem hefur heimsótt Sai Baba til Indlands í að minnsta kosti sex skifti.

Hvað rekur mann eins og Pál til að takast á hendur erfiða og dýra ferð til fjarlægs lands, ef það er ekki eitthvað alveg sérstakt og einstakt sem heillar og dregur.

Páll er á sama hátt og Erlendur Haraldsson, sannfærður um hinn Guðlega mátt sem Sai Baba er tileinkaður.

Ég legg til að þú kynnir þér starf og lífshlaup Sai Baba frá þeim  samtökum sem hafa verið sett á fót til stuðnings hans starfi, en látir þér ekki nægja neikvæðar sögusagnir.

Jafnvel okkar ástkæri trúarbragðahöfundur Jesú Kristur þurfti að sitja undir neikvæðu umtali, í viðbót við sína píslargöngu.

Ætli það sé ekki fremur staðfesting á sérstöðu þessara manna, að þeir fá ómældan skammt af árásum á persónu sína.

Sagt er að það sé kalt á toppnum, því þar næða vindar.

Ég segi bara í lokinn, Guði séu þakkir fyrir mannkynsfræðarana, sem eru okkur hvatning og fyrirmynd til að lifa lífinu með jákvæðum og uppbyggjandi hætti.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 3.5.2011 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband