Það eru aðeins ein trúarbrögð - trúarbrögð kærleikans

Kjarninn í kenningum Sai Baba hafa borist mér í hendur, og mér er það kærkomið að fá að deila þeim með þér.

Það eru aðeins ein trúarbrögð, trúarbrögð kærleikans
Það er aðeins einn kynþáttur, kynþátturinn mannkynið
Það er aðeins eitt tungumál, tungumál hjartans
Það er aðeins einn Guð, og hann er alltumverandi.

  • Með Guð sífellt í huga, þá sér maður alla sköpunina sem birtingu guðdómsins í öllum formum
  • Með því að undirstrika hið mikilvægasta, sem hnýtir saman öll trúarbrögð, sem og að hafa skilning og samúð með öllum trúarbrögðum, vegna þess að þau grundvallast á kærleikanum
  • Með því að líta á alla vinnu sem þjónustu tileinkaða hinum guðdómlega
  • Með því að hafa samúð með öllum vandamálum, og hafa ætíð hinn guðdómlega kærleika í stafni, sem kemur fram í skilningi, meðaumkun, þolinmæði, góðvild og greiðvikni o.s.frv.
  • Með því að gera allt í kærleikans nafni, hafna því að syndga og halda uppi háum siðferðisstaðli í samfélaginu. 
  • Með því að taka þátt í andlegu uppeldisstarfi og þjónustu, bæði sem einstaklingur og sem hluti af samfélagsþjónustu, sem haldið er uppi af mannúðarfélögum, án þess að ætlast til sérstakra launa eða hyglunar, heldur eingöngu sem auðmjúkur þjónn sem vill njóta kærleika Guðs og náðar.

Trúa á Guð - vegna þess að það er aðeins einn Guð fyrir alla menn, þó svo að hann sé nefndur mörgum nöfnum.

Fylgdu af einlægni þínum trúarbrögðum og lifðu lífinu í samhljóm með kenningunni um góða breytni og gott siðferði.

Sýndu öllum trúarbrögðum virðingu - vegna þess að engin trúarbrögð beina kenningum sínum að lakari eðlisþáttum mannsins.

Framkvæmdu fórnfúst starf fyrir hina fátæku, sjúku, og hina þurfandi, án hugsunar um laun eða umbun.

Lifðu lífi þínu í sannleika, guðdómlegum kærleika, réttri breytni, friði og án valdbeitinga og reyndu að koma þessum verðmætum til skila meðal allra.

Vertu réttsýnn og farðu eftir lögum lands þíns.

Þeir sem fylgja Sai Baba eru beðnir að tileinka sér 9 atriði:

1. Stunda hugleiðslu og bæn daglega
2. Stunda helgihald með félögum þínum, og biðja bænir með fjölskyldunni einu sinni í viku
3. Taka þátt í námi sem framkvæmt er af miðstjórninni fyrir börn Sai Baba meðlima.
4. Taka þátt í samvinnuverkefnum og öðrum framkvæmdum sem lúta að viðhaldi starfsins.
5. Taka þátt í hópstarfi með andlegum söng, minnst einu sinni í mánuði.
6. Lesa reglulega í ritverkum Sai Baba
7. Tala mjúklega og kærleiksríkt við alla
8. Aldrei að tala illa um aðra, sérstaklega þegar þeir eru fjarverandi.
9. Gera að veruleika að "eyða löngunum", og nýta sparnað til að hámarka þjónustu við fólkið. Það má draga saman í eftirfarandi: Ekki henda mat...ekki fara illa með fæðuna. Ekki eyða orku, rafmagni, þinni eigin orku (of mikið tal, reiði, afprýðissemi og annað neikvætt, sem er sama og eyða Guðdómlegri orku) Ekki eyða tíma ... því tíminn er lífið sjálft. Ekki eyða peningum.

Tíu leiðbeiningar til að lifa eftir:

1. Líttu á fæðingarstað þinn og land sem heilagan stað. Vertu stoltur af þjóð þinni, en ekki gagnrýna aðrar þjóðir eða lítilsvirða. Ekki skaltu á nokkurn hátt valda landi þínu sorg.

2. Berðu virðingu fyrir öllum trúarbrögðum á jafnan hátt.

3. Líttu á mannhafið sem eina fjölskyldu - komdu fram við alla eins og fjölskyldumeðlim - elskaðu alla.

4. Hafðu hús þitt og umhverfi hreint - það mun bæta heilsuna og verða þér til blessunar.

5. Stundaðu góðgerðastörf - en ekki skaltu ýta undir betlara með peningagjöfum. Gefðu mat, föt, húsaskjól og hjálpaðu á annan hátt (ekki ýta undir leti).

6. Aldrei að gefa mútur eða taka við þeim - aldrei að ýta undir spillingu.

7. Eyddu öfund og afprýðissemi, útvíkkaður sjónarhorn þitt og hugmyndir, komdu fram við alla á jafnan hátt, án tillits til trúar eða kynþáttar.

8. Reyndu að gera sem mest sjálfur - þú getur orðið ríkur og fengið þjóna - þjónn þinn getur hjálpað - en þjónusta við þjóðfélagið þarftu að gera sjálfur - í eigin persónu.

9. Lifðu og þjónaðu í  "Kærleika til Guðs og forðastu synd" - hafðu andstyggð á syndinni.

10. Aldrei skaltu brjóta lög landsins - fylgdu þeim alltaf - bæði í orði og á borði - vertu fyrirmyndar borgari.     

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband