Sovét-Ísland óskalandið, hvenær kemur þú?

Þessi fræga setning er úr kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum, frá því um miðja síðustu öld.

Í spurningunni liggur mikil hugsjón og mikil þrá, eftir einhverju betra en var í boði á þessum árum.

Til að höfundurinn njóti sanngirni, þá er rétt að hafa í huga, úr hvaða jarðvegi og tíma, þessi magnaða setning er fram komin.

Gulagið í Sovjet var ekki orðið opinber staðreynd.

Sovjetríkin voru ekki hruninn af stalli.

Á þessum árum voru margir sem litu á kommúnisma, sem leiðina til hins fulkomna þjóðfélags, þar sem reisn einstaklingsins og mannhelgi væri í hávegum höfð.

Í dag vitum við svo miklu miklu meira!

Allt sem hafði verið falið og haldið í leynum, er nú öllum opið og ljóst. Mannhelgin var ekki í heiðri höfð.

Við höfum komist að því að þjóðfélagið verður ekki betra heldur en einstaklingarnir sem byggja það.

Við höfum komist að því að hið frjálsa orð, tjáningarfrelsið, er nauðsynlegt til að geta þróast fram á við og bætt heiminn.

Af hverju er ég með þessar hugleiðingar einmitt núna?

Það er vegna þess að mörgum er tíðrætt um að Sovjet Ísland sé að festa sig í sessi um þessar mundir.

Sá stóri munur er þó á, að við fáum að kjósa okkur fulltrúa á fjögurra ára fresti, hið minnsta.

Og Íslendingar kjósa ekki yfir sig helkalt stjórnmálakerfi, heldur eitthvað mennskt, eitthvað afl sem vill færa öllum skilyrði til lífs og vaxtar.

kosningar--_1085688.jpg

 

 

 

 

 

 

Kosningar eru þarfar og nauðsynlegar og verða haldnar innan tíðar

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband