27.5.2011 | 15:18
Hverjir koma og bjarga jörðinni á 21. öldinni ?
Við höfum fyrir okkur að Bandaríkin voru bjargvættur 20. aldarinnar.
Fyrst komu þeir til að bjargar Evrópu, þegar hinn þýski her marseraði yfir álfuna 1914-1918.
Næst komu þeir í sömu erindagjörðum, þegar hinn hræðilegi þýski her, með gunnfána Nasista í fararbroddi, flæddi yfir Evrópu. Þá var með sanni hægt að segja að lengi getur vont versnað.
Nú er þessi hryllingur komin nokkuð langt inn í söguna og farið að fenna í sporin.
Samt ekki meira en svo, að sá sem þorir að segjast vera nasisti, verður um leið stimplaður persona non grata, samanber danska leikstjóran Lars VonTrier, þegar honum var skipað á brott frá Cannes.
En spurning þessa pístils er um bjargvætti núverandi aldar. Hverjum er treystandi til að bjarga jörðinni í gegnum vanda núverandi tíma?
Bandaríkin eru að sönnu stórveldi, enginn vafi er á því. En hvað með hugsjónaeldinn og skaphöfnina. Er þessi þjóð búin að ganga of lengi á velsældarvegum og því sé skaphöfn hennar orðin lin og vekgeðja?
Þannig má vel spyrja, því án þess að lifa í aga og andríki hreinu, verður ekki til hugsjónaeldur sem kveikir glóð meðal mannanna.
Mér kemur í hug hvort Rússar séu tilbúnir til að koma fram sem leiðandi afl á þessu sviði. Því hefur verið spáð fyrir langa löngu, að vegna sérstakrar þrautagöngu þjóðarinnar, sé hún nú búin að skapa með sér þá eiginleika, sem forustuþjóð þarf til að bera, svo hún geti látið gott af sér leiða.
Þetta getur auðvitað vel verið of snemmt, því lýðræðið er þar mjög vanmáttugt, sérstaklega samanborið við Íslendinga, sem eiga lengstu lýðræðishefð sem þekkt er á vesturhveli jarðar.
En Rússar eru kröftug þjóð með mikinn auð og svari þeir kalli og komi til alþjóðlegs uppbyggingarstarfs, þá er það um leið aflvaki þjóðarstyrks þeirra, því aukin ábyrgð gefur af sér aukinn þroska.
Þessa dagana eru Bandaríkjamenn að biðla til Rússa um að miðla málum í Líbíú. Kannski verður þar fyrsta skrefið stigið til meiri alþjóðlegrar þátttöku.
Næg eru verkefninn.
Bandaríkin, stórveldið sem tvívegis hefur varið hinn frjálsa heim
Rússland, stórveldið sem á eftir að sanna sig sem forustuafl
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.