30.5.2011 | 12:54
Kjarnorkuslysið í Fukushima veldur tímamótum
Ég hef verið að fylgjast með ótrúlegri þrautagöngu Japana, eftir að flóðbylgja reið yfir landið, í kjölfar jarðskjálfta. Bylgjan fór yfir kjarnorkuverið í Fukushima og það eyðilagðist.
Hræðilegar afleiðingar þessa slyss, hefur vakið Japani og fleiri, til vitundar um hverslags tímasprengja er fólgin í kjarnorkuverum heimsins.
Í fréttum dagsins í dag kemur fram, að Þjóðverjar hafi ákveðið að loka kjarnorkuverum sínum fyrr en áður var ákveðið, í ljósi slyssins í Fukushima.
Við Íslendingar erum aldeilis heppnir með okkar orkubúskap. Höfum aldrei þurft að treysta á kjarnorku.
Nú þegar augu manna opnast fyrir áhættunni sem fylgir kjarnorkunni, að allt líf er í stórhættu, þegar eitthvað fer úrskeiðis, þá er aðeins ein leið til út úr skaðræðinu.
Það er að hætta alfarið að nota kjarnorku.
Sannarlega stórt skref að stíga fyrir þjóðir, sem hafa fáar náttúruauðlindir, að halla sér að.
Aðrir valkostir eru ekki í boði, því lífið á hnettinum hlýtur að ganga fyrir öllu öðru.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.