2.6.2011 | 01:10
Löng er sagan af reykingum síðustu áratuga
Ég var langt á undan minni samtíð, þegar ég setti upp skilti á rakarastofunni minni, þar sem ég bað menn að hlífa mér við tóbaksreyk, á meðan ég sinnti því að klippa viðkomandi viðskiptavin.
Þetta þætti fróm og sanngjörn ósk nú til dags.
Annað var upp á teningnum, þegar ég setti upp skilti á stofuhurðina heima og bað fólk að hafa ekki reykingar um hönd, meðan það dveldi í stofu minni!
Ýmsum þótti þetta mikið feilhögg og lýsa fanatík og frelsisskerðingu reykingarmanna.
Enda eru komin ein 30 - 40 ár síðan, og þá var ekki orðið eins þróuð vörn gegn óbeinum reykingum, eins og er reyndin í dag.
Aldrei hafði ég þó það hugmyndaflug, að einhvern tímann kæmi til þess, að mælt yrði með því að reyktóbak og annað tóbak, yrði aðeins til sölu í Lyfjaverslunum.
Svona getur þróunin tekið af okkur öll völd, og við orðið að þægum þegnum, sem ekki er leyft að óhlýðnast, eða leyfa sér neina lesti.
Nú er fyrirséð að við verðum vöktuð með aðstoð myndavéla, sem munu sekta okkur, ef við förum svo mikið sem 5 km eða jafnvel minna, fram yfir leyfilegan hámarkshraða.
Samskonar eftirlit er hugsanlegt með aðrar reglur sem ekki má brjóta eða beygja.
Þannig verðum við njörvuð niður og bókin um alræði ríkisins 1984, mun sannast á okkar tímum.
Nú vitum við hvað sígretta hefur að geyma
Humbrey Bogart var tískan holdi klædd fyrir 60 árum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.