2.6.2011 | 12:32
Björn Bjarnason, merkur stjórnmálamaður sestur í helgan stein
Það er við hæfi að þakka Birni Bjarnasyni fyrir sérstaklega merkt og mikilsvert stjórnmálastarf, þar sem hann hefur lagt að mörkum, miklu meira en gengur og gerist.
Vil ég sérstaklega nefna til sögunnar, að Björn hóf að blogga, eins og það er kallað, og gefa fólki innsýn í verk sín og stjórnmálin almennt, með mjög miklum ritsmíðum.
Hann hefur bloggað lengur en aðrir stjórnmálamenn. Reið á vaðið í netheimum og nýtti sér tækni sem þá var að hefja innreið sína.
Alltaf hefur verið áhugavert að fylgjast með skrifum hans og verkum. Hann var og er sívinnandi og ekki er hægt að segja, að hann hafi reynt að komast létt frá sínum ráðherradómi.
Það mega margir taka Björn sér til fyrirmyndar. Það væri betur komið fyrir þjóðinni ef vinnusemi og elja Björns svifi, í sama mæli, yfir verkum annarra stjórnmálamanna.
Einnig færi ég Birni til tekna að hafa æft jógakerfi, sem inniheldur líkamsæfingar og heimspeki andans.
Það er öllum hollt að hafa víðsýni og djúphygli sér til halds og trausts.
Björn Bjarnason - fyrirmyndar stjórnmálamaður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.