6.6.2011 | 10:32
Stuðningssíða við Geir Haarde - malsvorn.is
Ég var að skrá mig inn á stuðningsmannasíðu við Geir Haarde.
Flott framtak hjá þeim sem standa fyrir þessu átaki.
Ég hvet alla til að skrá sig og leggja eitthvað að mörkum fjárhagslega.
Geir Haarde er fyrir landsdómi, hvorki meira né minna, og hefur þó ekki framið neitt afbrot!
Þetta er fráleit niðurstaða, og því fleiri sem sjá hvers konar kórvilla er hér viðhöfð, því betra fyrir okkar mann.
Fram, fram, allir réttlátir menn!
Geir Haarde er sýndur stuðningur - síðan heitir: malsvorn.is
Athugasemdir
Ég er sammála þessu bloggi hvað varðar ákæruna en það hefði litið öðru vísi út ef Jóhanna, Ingibjörg og Björgvin hefðu verið ákærð líka, þá hefðum við kannski fengið að sjá hvar sökin liggur fyrst og fremst. Að mínu mati liggur sökin aðalega hjá Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem hún var formaður viðskiptanefndar sem er stórt embætti og hefði átt að vita allt um hvert stefndi.
Tryggvi Þórarinsson, 6.6.2011 kl. 13:08
Já Tryggvi, ég tek undir með þér. Það hefði verið allt annað yfirbragð ef reynt hefði verið að skoða verkferla ýmissa stofnana ríkisins. Hvort eitthvað hefði mátt betur fara og þá hvaða stjórnmálamenn hefðu getað gert betur.
Alla vega var það viðskiptamálaráðherra sem kemur fyrst til greina, ef taka á ráðherrana fyrir. Einnig eins og þú segir þá var hlutur Jóhönnu meiri en maður skildi halda, miðað við að hún hefur aldrei verið nefnd til sögunnar sem ábyrgðaraðili fyrir góðri viðskiptastjórn.
Þetta er sorglegt ferli sem við stöndum frammi fyrir, að vammlaus maður skuli einn tekin fram, en fagráðherra og formaður viðskiptanefndar sleppa. Hvernig skildi því fólki líða og þeirra samflokksmönnum, að Geir er einn látinn teyga bikarinn.
Ég er næstum orðlaus yfir þessu öllu saman, en feginn að menn taka sig saman til að styðja við Geir í þessum atgangi öllum.
Sigurður Alfreð Herlufsen, 6.6.2011 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.