Konur trúa á Guð

Þessa setningu sá ég í DV og hafða eftir Svarthöfða, sem þar er dálkahöfundur.

Auðvitað trúa konur á Guð, hvernig má annað vera. Þær sjá undur sköpunarinnar í stærra ljósi og meiri nánd en hitt kynið sem ekki var nefnt til sögunnar.

Þær bera börn innra með sér frá fyrstu snertingu, og bera síðan velferð þeirra fyrir brjósti alla sína ævi, eftir að þau eru komin í þennan heim.

Svo vill nú til að mikill fjöldi karlmanna trúa einnig á Guð. Trúa á Skaparann. Að alvitund sé til staðar og við sem einstaklingar séum hluti hennar.

En aftur að konunum.

Hugsið ykkur hvað margar mæður krjúpa í bæn vegna barnanna sinna.

Þær kveikja á kertum og senda einlægar bænir til blessunar börnunum sínum.

Auðvitað teygja þær sig lengra og senda blessunarorð til verndar annarra en sinna eigin barna.

Þetta verður til þess að konur fá næmari réttlætiskennd heldur en ella.

Með allt þetta í huga þá er ekki að undra að við setjum traust okkar á að konur bæti heiminn.

mo_urleg_umhyggja-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Hér er hin móðurlega umhyggja séð með andlegum augum

blomin_skarta_sinu_-3.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 Konur hlúa að blómum og viðhalda þeim

prinsessa_4.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stundum eru konur líkastar draumi

englar_4_b.jpg

 

 

 

 

 

 

 

Konur sjást ætið sem verndarar barnanna 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband