Land of Hope and Glory

Þetta er frægt lag þar sem Breska heimsveldið fær lof og prís.

Í heimsstríðinu síðara lék Bretland stórt og afgerandi hlutverk til varnar Evrópu og heiminum öllum.

Ég hef áður nefnt til sögunnar og sagt frá því að Bandaríkin hafi tvívegis bjargað hinum frjálsa heimi frá tortímingu, þar sem einræðisöflin voru næstum búin að knésetja Evrópu.

Þó hlutur Bandaríkjanna hafi verið stór og komið sem frelsandi vindur á elleftu stundu, þá má alls ekki gleyma hlut hinna minni landa, og þá sérstaklega Bretlands.

Þar fór fyrir Winston Churchill hinn stórbrotni forustumaður Bretlands.

Frakkland var fallið og Bretland stóð eitt eftir. Það var aðeins tímaspursmál hvenær Þýskaland Hitlers hæfi lokasóknina á England.

Bretland var á þessum tíma vanbúið hertólum. Þar uggðu menn ekki að sér, eftir að fyrra heimsstríðinu lauk. Töldu menn að friður héldist um langa hríð og óþarfi væri að vígbúast við þær aðstæður.

Á sama tíma var Þýskaland að hervæðast sem aldrei fyrr. 

Þó kom engum í hug hvílík ragnarök fylgdu nasismanum. Hann reyndist í engu vera betri en kommúnisminn, sem Stalín stjórnaði, þegar hann fórnaði fólki sínu á altari eigin vitfyrringar.

Þegar ég heyri lagið Land of Hope and Glory þá streyma þakklætistár niður kinnar mínar.

Ég er hluti af þessari sögu, man eftir stríðinu, þó ég byggi í öryggi á Ísafirði. Hef notið vestræns hugsunarháttar, þar sem reynt var að gera þjóðfélagið mennskt og aðlaðandi.

Vera Linn syngur: Land of Hope and Glory

vera_linn-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vera Linn var fræg söngkona frá stríðsárunum

Frægasta lag sem Vera Linn hefur sungið er We will meet again.

Það lýsir hinum mikla trega og sársauka hermannanna og vandamanna þeirra, þegar þeir voru sendir á vígvellina og máttu vera sér þess meðvitandi, að dauðinn var með í för, og ef til vill kæmu þeir ekki til baka.

Hér syngur Vera Linn þetta fræga lag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband