13.6.2011 | 12:15
Eftir á spekingar og ásakendur Geirs Haarde
Í bridsheiminum eru eftir á spekingar þekkt fyrirbæri.
Það eru menn sem vita allt best og þegar búið er að spila ákveðið spil, þá koma þeir fram og segja hvernig hefði átt að spila þetta spil til sigurs.
Þegar slíkir spekingar nota þá vitneskju til að ná sér niður á meðspilara sínum og segja honum til syndanna, þá eru þeir komnir yfir strikið.
Menn standa kannski frammi fyrir því að eiga eina innkomu í blindan, en þyrftu að eiga þrjár til að ná settu marki með gegnumspil á andstæðingana.
Á slíku augnabliki þegar hin eina innkoma er notuð, þá þarf að taka ákvörðun um hvernig hún verði best nýtt. Auðvitað verður aldrei ein innkoma notuð fyrir þrjár leiðir.
Þannig upplifi ég þessar árásir á "sakborningin" Geir Haarde.
Hann vann sitt verk á hverjum tíma eins vel og hann mögulega gat, en auðvitað hefði hann þurft að eiga fleiri möguleika, vita meira um leyndardóma þjóðfélagsins og helstu gerendur þar.
Vandinn er samt sá, að Geir lifir í þrívídd en hefði þurft að hafa hina fjórðu vídd á valdi sínu. Geta séð bæði fram í tímann sem og skilið nútímann, með alla sína földu leyndardóma.
Honum var sem sé ætlað að hafa ofurmannlega eiginleika, og spila úr sínum málum með þeim hætti.
Eftir á spekingar eins og ég hér tala um, hafa aldrei verið friðarins menn, vegna þess að í þá vantar sanngirnina og réttlætiskenndina.
Geir Haarde og réttlætisgyðjan
Eru menn dæmdir á forsendum manna eða Guða
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.