Er líf eftir dauðann ?

Þessi áhugaverða spurning er tekin fyrir í þætti Larry King Live á CNN

Frá byrjun tímans hefur þessi spurning fylgt manninum, því það veit hann fyrir víst, að dauðinn er endir þessa lífs.

Þess vegna er spurningin meira en tímabær. Hún er algjör grundvallar nauðsyn fyrir hvern einasta mann.

Svar við spurningunni hefur áhrif á allt okkar líf, hvernig við nýtum okkar tækifæri. Hvernig við hugsum og hvernig mat okkar verður á andlegum og jarðneskum verðmætum.

Það er mikið í húfi í bráð og lengd. Öll trúarbrögð taka á þessu máli og reyna að veita svör.

Það sem aftur á móti er meiri nýjung að nú koma fram ýmsir hugsuðir úr öðrum greinum heldur en trúarbrögðum og heimspeki og færa sín rök fyrir þeirri staðhæfingu að lífið eigi sér áframhald og að  vitundin lifi eftir dauðann.

Á fjörur mínar kom þessi þáttur Larry King sem hægt er að sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband