Er ögrun og háð meira virði heldur en virðing ?

Þessa spurningu bið ég ykkur að hugleiða, en ég varpa henni fram vegna útgáfu bókar, sem inniheldur skopmyndir af Muhammed spámanni.

Hvað vakir fyrir mönnum að fara á svig við eðlilegar samskiptavenjur og góða siði.

Af hverju er öðru fólki ekki sýnd einhverja smá virðing.

Nú til dags eru almennar kurteisisvenjur ekki metnar mikils. Það er leyfilegt í skjóli "skoðanafrelsis" að setja fram meiri háttar ögranir á tiltekna hópa, sem ekki njóta samúðar á okkar menningarsvæði.

Heldur en að halda sér við hófsemi og góðar dyggðir gagnvart framandi menningarheimum, þá skal heldur slengja fram óhæfilegum og skammarlegum háðsmyndum af mönnum, sem annars staðar njóta virðingar og reyndar helgi, vegna þess að á þá er litið sem heilaga menn.

Ég hef áður nefnt þann möguleika að þeir sem vilja láta reyna á þanþol tjáningarfrelsisins, reyni að rannsaka viðbrögð síns eigin menningarheims, með því að gera skopmyndir af heilögum mönnum, sem eru helgir í okkar eigin augum.

Þá fengju þeir að reyna á eigin skinni eða eigin fyrirtæki, hvort slíkt framferði sé vandræðanna virði.

Því við í þessum heimshluta sem vön erum frjálsum skoðanaskiptum, myndum allavega láta slíka túlkendur verða fyrir einhverjum erfiðleikum, eins og t.d. að fyrirtæki þeirra yrðu ekki eins vinsæl og vel starfandi, þegar fólk léti í ljós óánægju sína.

Þá þyrftu hugsjónamenn hins frjálsa orðs að taka mið af afleiðingum sem yrðu af þeirra athöfnum, og þeirra eigin atvinna gæti verið í húfi.

Hvaða hugrenningar yrðu þá ofan á. Myndu þeir enn velja óþægilega veginn, eða myndu þeir allt í einu fara að hugsa um samhengi hlutanna.

Samhengi milli allra hugsjóna. Hugsjón stendur ekki ein og sér með skoðanafrelsinu. Það eru aðrar hugsjónir sem eru jafn mikils virði og þar kemur góðvild, samúð, samkennd og almennur kærleikur fullt eins til greina.

Hér er þessi frétt um enn eina árásina á Muhammed spámann.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hátalarinn

Eru þetta ekki bara múrar sem þarf að brjóta.

Fyrir löngu mátti ekki teikna myndir af hinum kristna guð.

Á Bretlandi stóð Sir Thomas Moore fyrir því að brenna fólk á báli sem átti biblíuna á ensku.

Í dag er það sama sagan, bókstafstrúamenn hóta og framkvæma ofbeldi fyrir sáralitlar sakir.

Þetta breytist til hins betra með tímanum. Og þá sérstaklega þegar bannhelgum er ögrað.

Hátalarinn, 29.6.2011 kl. 18:49

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þakka þér fyrir þetta innlegg.

Ég vil heldur fara hinn milda veg, vegna þess að fólk þroskast smám saman. Þetta er eins og uppeldið. Á að berja börnin til hlýðni, eða á að fara hinn milda veg. Tala um fyrir þeim og leiða þeim fyrir sjónir hvað sé rétt og hvað sé rangt. 

Til að ná árangri þarf að miða við þroskastig einstaklingsins. 

Börnin fá í hendur Gagn og gaman.

Hinir eldri lesa torskildari efni.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 29.6.2011 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband