20.7.2011 | 12:41
Heimspekin um hamingjuna
Það eru margar leiðir í boði þar sem fram fara lífsspekikerfi margskonar.
Á þessu ári las ég speki Rope Yoga og líkaði vel það sem fram var sett.
Ég hélt í einfeldni minni að þetta væri æfingakerfi með köðlum og hafði ekki hugmynd um hvaða æfingar færu fram, né hvers konar heimspeki svifi þarna yfir vötnunum.
Nú hef ég lesið langa kynningu eftir Guðna Gunnarsson og get með gleði mælt með þessu heimspekikerfi, því það er vel upp sett og fellur alla vega mjög vel að mínum smekk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.