10.9.2011 | 14:25
Vel mælt !
Mikið var notalegt að lesa grein Guðna Ágústssonar í Morgunblaðinu í dag.
Þar nálgast Guðni pólitíska umræðu þannig að unun er að.
Hann segir m.a. "það þurfa að vera góðir menn í öllum flokkum", og "Fari Guðmundur í friði".
Umræðuefnið er m.a. úrsögn Guðmundar Steingrímssonar úr Framsóknarflokknum.
Það væri ánægjulegt ef pólitísk umræða færi meira fram á svona kurteislegum og vinsamlegum nótum, þar sem örlar fyrir sanngirni og skynsemi langt fram úr því sem venjan er.
Guðni hefur oft komist vel að orði og er skemmtilegur maður
Grein Guðna má lesa hér
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.