28.9.2011 | 14:01
Íslenskar kirkjur - Bókaútgáfa sem er tímamótaverk
Nú er búið að senda á markað frá hendi Þjóðminjasafns Íslands og Húsfriðunarnefnd, ásamt með Biskupsstofu mikið bókasafn sem inniheldur allar friðaðar kirkjur á landinu.
Bókasafnið samanstendur af 7 prófastsdæmum með alls 16 bókum.
Þetta safn er ég nú að njóta að fara yfir og má til með að senda þakkir til hlutaðeigandi fyrir glæsilega vinnu.
Þar fer saman nákvæm samantekt um byggingarsögu og helstu kirkjumuni, ásamt fallegum myndum.
Þarna sést ljóslifandi hvílikur trúararfur er verndaður í kringum þessar kirkjur sem á sínum tíma voru friðaðar, þannig að ekki má farga þeim né láta þær fara í niðurnýðslu.
Á undan þeim höfðu verið kirkjur á öldum áður, svo að sagan er löng og teygir sig langt aftur um aldir.
Manni verður hugsað til alls þessa hagleiksfólks sem komið hefur að smíðum og sóknarstarfi, sálmagerð og innblásnu safnaðarstarfi. Enginn smáræðis trúararfur, sem hér birtist og unnið hefur að sínu, að mestu í kyrrð og hógværð.
Fólk í staðfastri trú á æðri mátt, er þarna að fylgja þræðinum eftir og láta gott af sér leiða.
Hefur fyrir sjónum hugsjónir um betri heim, sem það vill hlúa að með því að leggja sitt að mörkum.
Allt er þetta byggt á bjargi traustu og enginn breyskleiki mannanna getur eyðilagt fagrar hugsjónir.
Hvammskirkja fyrir fáeinum árum
Hvammskirkja í dag, með nýjan (gamlan) turn, eins og hann var um 1940
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.