Geir Jón Þórisson kveður lögregluna

Þessi vinalegi stóri maður hefur verið vel sýnilegur gegnum árin.

Hann hefur verið framvörður lögreglunnar í Reykjavík hin síðari ár.

Alveg stórkostlegur í allri framgöngu.

Vinsamlegur hvað sem yfir hann gengur.

Ég man það svo greinilega þegar tekið var sjónvarpsviðtal við hann eitt sinn á Austurvelli.

Þar var þá allt í hers höndum og mikill ofsi og geðraskanir ráðandi í mörgum.

Fullt af villingum sem nýttu sér ástandið til að koma sínum brengluðu hugmyndum í verk.

Menn sem fóru fram með ofbeldi og skemmdarfýsn í stað friðsamlegra og virðulegra mótmæla. 

Það var hreint undur að heyra svo hinn jákvæða tón í yfirlögregluþjóninum Geir Jón.

Hann var eins og fæddur friðarhöfðingi sem lægði öldurnar, eða slökkviliðsmaður sem sussaði á eldinn.

Alveg er það klárt að hans verður sárt saknað.

Erfitt verður að fara í sporin hans.

Hafi hann þökk fyrir hvað hann er góð fyrirmynd, ekki aðeins fyrir lögregluna, heldur einnig fyrir hinn almenna mann.

geir_jo_769_n-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Geir Jón Þórisson er einstakur maður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband