2.10.2011 | 22:35
Gagnrýnin hugsun og siðfræði
Það gleður mig að sjá áhuga fyrir gagnrýninni hugsun, samhliða því að siðfræði er nefnt til sögunnar sem nauðsynlegt kennsluefni, sem þurfi að auka og bæta.
Mín skoðun er sú að siðfræði megi gjarnan vera fyrst upptalið og númer eitt á þessum lista og síðan komi gagnrýnin hugsun.
Því hvaða gagn er það manninum að eignast allann heiminn ef hann fyrirgerir sálu sinni.
Með öðrum orðum, þá er siðferðið eða sálarheillin það sem fyrst þarf að vernda og hlúa að, til þess síðan að geta tekið upp gagnrýna hugsun um málefni efnis og anda, heims og hugmynda.
Ég hef oft haldið því fram, að gagnrýnin hugsun án siðferðis, sé vindhögg hið mesta. Grunnstoðirnar þurfa að vera heilar og ófúnar til að halda uppi heilbrigðri umgjörð sem stendst tímans tönn.
Þá fyrst erum við fær um að koma fram með gagnrýnin hug, enda þarf hann að innihalda kærleika og vizku aldanna.
Ekki má hugurinn vera andlaus og sneyddur gróanda hins besta sem mannkynið hefur alið með sér, heldur þvert á móti, því hann á að flytja með sér fræ hins komandi tíma og vera umhverfi sínu hinn sanni hjálparandi.
Heimspekingur á að flytja með sér allt það besta sem þjóðfélagið getur melt og meðtekið.
Gagnrýnin hugsun og siðfræði má lesa um hér.
Páll Skúlason er mikils virtur heimspekingur sem metur siðferðisgildi mikils
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.