Nýja testamentið fékk ég gefins eins og þingmennirnir árið 2000 !

Það er mér minnisstætt þegar ég sem ungur barnaskólanemi, fyrir rúmlega sextíu árum, fékk gefins Nýja testamentið. Mikið var spennandi að fara heim með þessa flottu gjöf í farteskinu!

Ekki veit ég hvort sú gjörð varð þess valdandi að ég fór að sækja samkomur í Hvítasunnukirkjunni Salem á Ísafirði. Alla vega hafði ég mjög gott af því sem ég lærði þar.

Það var ekkert nema jákvætt sem í boði var.

Þar var manni kennt að koma vel fram við náunga sinn. 

Einnig voru sungnir fallegir sálmar og allt var þetta hvatning um að verða betri maður.

Hvernig nokkur maður getur fundið upp á því, að setja þetta góða starf undir eitthvað slæmt og illa þokkað, það er mér algjörlega hulið.

a_769_so_769_lfsska_769_lakirkja_-_bibli_769_a.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Biblían í Ásólfsskálakirkju er nokkuð stór.

Nýja testamentið sem mér var gefið var mikið nettara um sig

althingismenn.jpg

 

 

 

 

 

 

Guðmundur Árni Stefánsson ásamt fleirum, tók á móti Nýja testamentinu

fyrir hönd þingmanna. Testamentið var gjöf frá Gideonfélaginu - þessi merki atburður

gerðist í apríl árið 2000

Þá var ekki búið að hreinsa alþingi af kristnum sið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband