20.10.2011 | 11:59
Íslendingar fara til Noregs - ekki er allt gull sem glóir
Rétt er að vara við atvinnumiðlurum frá Noregi, vegna þess að það er ekki allt sem sýnist varðandi tekjur og framfærslu í Noregi.
Það er auðvitað skiljanlegt að þeir sem enga vinnu hafa hér á landi, leyti fanga annars staðar, en betra er að vita um veilurnar áður en farið er af stað.
Ég þekki til manns sem fór til Noregs í gegnum einhvern norskan miðlara.
Minn maður er með mikla reynslu því hann er húsasmíðameistari og getur gengið í öll verk, sem tilheyra smíði húsa.
Það er meira heldur en kollegar hans norskir, sem eru í sérhæfðari vinnu og geta því ekki unnið heildstætt við byggingu. Ganga aðeins í ákveðna verkþætti.
Þrátt fyrir þennan mikla mun sem er á verkum íslenska smiðsins og hins norska, þá fær hinn íslenski mikið minni laun. Svo að munar meira en helming.
Hann fær 170 norskar krónur á tímann, þegar kollegar hans norskir fá um 400 norskar krónur. Miðlari hans tektur væntanlega mismunin að mestu leyti.
Minn maður þarf aldeilis að kingja stolti sínu, því hann er í stöðu minnihlutahóps frá fjarlægu landi og er notaður eins og fótaþurrka á þessum slóðum.
Þetta er ekki gæfuleg mynd sem ég hér dreg upp, en hún er því miður sönn og er ekki eina tilfellið í þessa veru.
Það er ekki annað að sjá en að menn séu að notfæra sér neyð fólksins og hér sé komin dæmigerð birtingarmynd þar sem herraþjóð nýtir sér kotbændur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.