Erfðabreytt matvæli - stórhættulegt fyrirbæri

Ég má til með að mæla með og benda á grein "Erfðabreytt matvæli og kanadísku mæðurnar", eftir Söndru B.Jónsdóttur sem er sjálfstæður ráðgjafi.

Ég hef kynnt mér nokkuð þetta óhugnanlega mál í gegnum Forbidden Knowledge, sem er upplýsingasjónvarp, sem hefur tekið á mörgum jaðarmálum.

Svo er komið víða um heim að bændur hafa ekki ráðstöfunarrétt yfir fræum algengustu matvælategunda.  Þeir eru skikkaðir til að versla við stóreignafélög og eru þannig í reynd orðnir leiguliðar, sem starfa í þágu þessara stórfyrirtækja fyrir fátæktarlaun.

Í Silfri Egils fyrir hálfum mánuði kom í viðtal Indversk kona sem lýsti þessu mjög vel.

Nú þarf að útbúa löggjöf hér á landi til verndar gróðri og nytjum, þannig að við höfum aðgang að upplýsingum um upprunaland og ræktunaraðferðir matvæla.

Þegar því hefur verið komið á fót, þá verður það fólkið sjálft sem hefur áhrif á framvinduna. Kjósi fólk og velji lífræna fæðu, þá verður hún ráðandi og annars flokks matur mun líða undir lok.

_xli_-_erfdabreytt_ber.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Erfðabreytt ber - æxlismyndun hefur eyðilagt þau

hvad_er_erfdabreytt.jpg

 

 

 

 

 

 

Hvernig er merking þessara matvara?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband