Lilja Mósesdóttir vill stofna nýjan flokk

Ég var að hlusta á Lilju Mósesdóttur í Silfri Egils.

Hún sagði ýmislegt sem ég var feginn að heyra:

"Gildi Alþýðuflokksins um jöfnuð og réttlæti", "Gildi Sjálfstæðisflokksins um réttlæti þannig að ef einhver verður fyrir áfalli, þá aðstoðum við", Grunngildi Framsóknarflokksins um valddreifingu, líka hvað varðar eignarhald í atvinnurekstri", "Hugtak Vinstri grænna um sjálfbærni og leggja áherslu á að endurmóta efnahagslífið á grundvelli sjálfbærni".

Þetta eru þau grunngildi sem hún vekur máls á. Líklega er stór hluti fólks sammála hennar sýn og því er ekki ólíklegt að álykta að hún fái hljómgrunn með slíkt framboð. Hins vegar er þverskurður þjóðarinnar og mikill meirihluti jafnaðarmenn, vilja jöfnuð og réttlæti, í hvaða flokki sem þeir velja sér og sínu farveg.

Vandinn hjá Lilju er bara sá, að það þarf ekki að steyta nema á einu skeri, t.d. því að hún vill skattleggja sjávarútveginn um aukaskatta og þá fer allt á hvolf.

Sjávarútvegurinn segist ekki vera aflögufær og ekki má brjóta niður megin burðarás þjóðfélagsins.

Auðveldara er að skattleggja þá sem eru smáir og áhrifalausir og jafnvel raddlausir í þokkabót. Þeir munu ekki láta heyra hátt í sér og eru því góð skotmörk stjórnmálamanna.

Þannig hefur það verið í gegnum árin og svo undarlegt sem það er þá versnar það frekar en batnar, þrátt fyrir að alls staðar séu verndarar litla mannsins í áhrifastöðum og ættu að geta bjargað honum frá mestu ágjöfunum.

En við eigum eftir að sjá hvernig hún svarar spurningunni um hvort við eigum að ganga í ESB - hún mun væntanlega segja að þjóðin hafi síðasta orðið. Það vil ég nú rétt vona að verði!

lilja_mosesdottir-.jpg

 

 

 

 

 

 

 Lilja Mósesdóttir vill að flokkarnir standi við loforð og stefnuskrá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband