7.11.2011 | 14:33
Davíð Oddsson og eineltið gegn honum
Ég var að lesa grein eftir Guðmund Andra Thorsson "Þau eru davíðistar".
Ágæt grein í sjálfu sér, en frá pólitískum andstæðingi, og sem slíkur er hann ekki óvilhallur dómari.
Það sem fær mig til að koma inn á ritvöllin er einmitt þessi eilífi Davíðs nagbítur.
Þessum blessaða manni eru eignaðir svo margir neikvæðir eiginleikar, sem ég reyndar hef aldrei fengið staðfesta, þó ég sé búin að lifa lengi. Ég lít á þetta Davíðs heilkenni sem einstakt einelti, þeirra manna sem sjá í Davíð afburðamann, sem myndi halda þeim sjálfum frá stjórnartaumunum, ef þeir gerðu hann ekki óskaðlegan með sínum neikvæðu ummælum.
Þetta umtal er af sama meiði og ég nefndi um daginn, þegar mjög pólitísk kona sagði upp úr eins manns hljóði: "Hann Sigmundur Davíð er skítseiði". Þetta sagði hún eingöngu vegna þess að sá öðlingsmaður er í öðrum stjórnmálaflokki, og ekki henni þóknanlegur þetta augnablikið!
Varðandi þann einkarekstur sem Davíð var með til að koma á laggirnar, þarf að hafa í huga að hann ásamt flestum öðrum, reiknaði ekki með því að einkarekstrarfólkið færi að haga sér eins og glæpamenn.
Hann var með í huga hin góðu gildi sem voru ráðandi á fyrri hluta síðustu aldar. Þegar menn voru ennþá jarðbundnir, og kunnu skil og réttu og röngu.
Einkarekstur er auðvitað aðeins réttur á réttum stað. Á öðrum stað er hann ekki ákjósanlegur.
Þessi tilraun með bankanna, fór fram þegar nýr tími var upp runninn.Tími þar sem góð gildi voru ekki metin að verðleikum. Davíð á engan þátt í þeim afglöpum, enda er hann ekki glæpamaður.
Um miðja síðustu öld var starfrækur á mínum heimaslóðum Sparisjóður Hafnarfjarðar og þar voru við stjórnvölin valinkunnir sómamenn.
Slíkum mönnum hefði verið hægt að treysta fyrir því að stjórna banka. Nú eru hins vegar komnir nýjir tímar, þar sem peningagræðgi rís yfir næstum öllum einstaklingum.
Kannski ætti að spyrjast fyrir um hvernig háskólakennslan í viðskipta- og hagfræðigreinum hafi farið fram. Voru engin siðferðisviðmið höfð uppi í kennslunni?
Manni finnst eins og þessi válegi tími, þegar sjálfir Sparisjóðirnir voru komnir í hrægammanna, hafi formlega hafið innreið sína þegar SPRON var hlutafélagavæddur.
Hvernig sem það annars er vaxið, þá er Davíð ekki af þessum meiði. Hann hefur sjálfur í heiðri gömul og heiðarleg gildi og á betra skilið en allt þetta einelti sem á honum dynur daginn út og daginn inn, árum og áratugum saman.
Það er naumast að það er mörgum þyrnir í augum þegar hæfileikamaður er annars vegar.
Þegar það sópar af mönnum, eins og Davíð Oddssyni, þá sprettur upp eineltið í kjölfarið.
Það er eins og mörgum finnist, að þeirra pólitísku hagsmunum sé ógnað, með nærveru hans og hæfileikum.
Athugasemdir
Sammála þessari grein þinni
Guðmundur Kristinn Þórðarson, 7.11.2011 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.