Lífið er hafragrautur!

Ég var að lesa blogg um dásemdir hafragrautsins, að neyta matarins með öllum skilningarvitunum, án þess að lesa blöð eða hlusta á útvarp.

Þarna verð ég að játa á mig mistök.

Mér er gjarnt á að lesa og borða samtímis.  Veit þó mætavel að þetta er ekki góður siður.

Væri líklega ráð að ég færði þetta til betri vegar, þó ég sé kannski orðin of gamall til að læra nýja siði!

Í gamla daga var á mínu heimili alltaf framreiddur hafragrautur og í hann bætt hveitiklíð, sem átti að bæta meltinguna og var svona framúrstefna þess tíma, að ráði pabba míns.

Seinna á lífsleiðinni fór ég að borða haframjölið ósoðið og þótti það góður matur, íbætt rúsínum og öðru góðgæti.

Í tilefni af þessu bloggi um hafragrautinn þá mundi ég eftir að hafa endurbætt mína útgáfu með því að gera minn eigin korngraut.

Það var gert í kjölfar fyrirlestrar sem ég sat í Norræna húsinu á vegum Heilsuhringsins, sem er félagsskapur um heilbrigðan lífsstíl.

Fyrirlesarinn var nýkomin frá Kína og deildi með okkur Heilsuhrings meðlimum, reynslu sinni af heildarhyggju Kínverja.  Í Kína er það talinn góður siður að borða eins heildrænt (kornið allt saman en ekki útvatnað með því að taka bestu hlutana í burtu), eins og kostur er.

Svo mikil áhrif hafði þessi fyrirlestur á mig að ég kom heim alveg uppveðraður og fór að útbúa eins hollan og góðan korngraut, sem mér var framast unnt og útkoman var hrífandi!

Hér er hlekkur á minn endurbætta hafragraut! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband