Má núlifandi kynslóð selja Ísland?

Þessa dagana er spurt um þetta grundvallarmál og ekki eru allir sama sinnis.

Í Morgunblaðinu í dag er skelegg grein eftir fyrrum forsetaframbjóðanda herra Baldur Ágústsson - sjá hér.

Það eru margir hugsi þessa dagana.

Getum við leyft okkur að selja Ísland til Kína?

Hvernig mun það ganga, að endurheimta landið, þegar menn sjá að þeir hafi leikið af sér?

Verður það þá til sölu af hendi Kína til Íslendinga? Fyrir sanngjarnt verð? Eða þarf að greiða það okurverði, þannig að þjóðin ráði ekki við að endurheimta það?

Verður það kannski ofan á að Kína eigi hér stóran skika af landinu og geti í kjölfarið sett upp einhverja bækistöð fyrir sína mannmörgu þjóð. Þeir færu alla vega létt með að senda einhver hundruð þúsund einstaklinga hingað og þá myndi Íslensk þjóð þurrkast út.

Vilja menn það í alvöru, að við tökum einhverja áhættu í þessa veru?

Ég leyfi mér að trúa því að svo illa sé ekki komið fyrir þjóðinni, þrátt fyrir eilífa þörf fyrir skotsilfur.

kinamurinn_-.jpg

 

 

 

 

 

 

Ætli að kínverski múrinn sé til sölu?  Mér skilst að við megum ekki kaupa kínverskt land.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband