Jafnaðarmaður kveður sér hljóðs - Eru slíkir menn í Samfylkingunni ?

Góður og gegn jafnaðarmaður herra Birgir Dýrfjörð, kveður sér hljóðs með grein í Morgunblaðinu í dag.

Sjá hér

Hann minnir á að hér í eina tíð var það hugsjón jafnaðarmanna að fá "Landið í þjóðareign".

Hvað hefur orðið af þessari eðlilegu og sjálfsögðu hugsjón.

Eru ekki fyrst og fremst dæmigerðir jafnaðarmenn í Samfylkingunni? Ég bara spyr í sakleysi mínu.

Jafnaðarmennirnir á Ísafirði eru í hyllingum mínum frá barndómsárunum, einhverjir bestu menn sem ég get hugsað mér.

Björgvin Sighvatsson faðir Sighvats Björgvinssonar vil ég nefna til sögunnar, enda var hann mjög sýnilegur alla tíð. Hár maður sem gnæfði yfir mannfjöldann, og hann lét sig aldrei vanta á hátíðir bæjarins.

Þetta er nú kannski útúrdúr, en maður býr alla tíð að sínum uppvaxtarárum.

Ég lýsi bara eftir jafnaðarmönnum sem voru kjölfestan í uppbyggingu lands og þjóðar á síðustu öld.

Eru þessir góðu menn ekki í Samfylkingunni, eða eru þeir hinir frjálslyndu sem hafa fylkt sér í Sjálfstæðisflokkinn.

Einhvers staðar halda þeir sig þessir góðu menn. Ég lýsi eftir þeim hér og nú.

Komi þeir fram og fylgi sinni hugsjón eftir og styðji það að landið okkar verði í þjóðareign, þá eru þeir trúir uppruna sínum.

bjo_776_rgvin_sighvatsson-.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Björgvin Sighvatsson barnaskólakennari og forustumaður Alþýðuflokksins á Ísafirði.

Ég hef alltaf litið á þennan mann með mikilli virðingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband