Var Samfylkingin stofnuð til að framfylgja ultra frjálshyggju

Hvað er ultra frjálshyggja. Í mínum huga er það fólkið sem tekur auðgildið fram yfir manngildið.

Það er fólk sem er tilbúið að selja ömmu sína fyrir rétt verð!

Það er fólk sem er tilbúið til að selja allt og alla og fyrir því eru enginn heilög vé, sem ekki eru til sölu, hvað sem í boði er, eins og fósturjörðin og auðlindir þjóðarinnar, sem hún heldur utan um, til að eiga fyrir framfærslu sinni.

Ultra frjálshyggjumaður myndi jafnvel selja útsæðið og ekki hugsa til framtíðarinnar og til þess að það væri undirstaða lífsbjargarinnar.

Nú veit ég ekki hvort að þetta sé allt saman rétt hjá mér, en hvað sem veldur, þá eru þetta þau atriði sem koma upp í hugann, þegar ég hugsa til Samfylkingarfólksins sem vildi endilega selja Grímsstaði á Fjöllum.

Mér finnst með ólíkindum að úr þeirri átt skuli koma meðmælendur fyrir sölu landsins. Einmitt frá fólki sem hefur talið ultra frjálshyggju komna frá einföldum sálum sem hafa engar hugsjónir aðrar en að selja allt og meta allt til peninga.

Hvar eru allir hugsjónamennirnir sem ég hef talið vera í jafnaðarmannaflokkunum okkar í gegnum tíðina?

Eru þeir týndir?  Er ekki lengur í tísku að hafa hugsjónir?

Ég lýsir eftir hugsjónafólki og ef það er í Samfylkingunni, sem ég svo sannarlega óska og vona, þá bið ég það að stíga fram og viðra hugsjónir sínar og gömlu góðu gildin sem það átti.

Þá munu fleiri raddir koma fram og fylla þann kór sem ekki vill selja landið okkar.

Þá munu fleiri koma fram sem ekki vilja láta peningavaldið ráða öllu alls staðar, enda nóg komið af slíku.

fra_safjar_arskogi_se_-_1.jpg

 

 

 

 

 

 

Landið er í senn harðbýlt og fallegt og það er heimkynni okkar. Höldum um það vörð, gögn þess og gæði. Verum samtaka Íslendingar því hér er mál þar sem við getum og eigum að tala einum rómi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

frjálshyggja ætti að heimila meira frelsi en hér á landi mismuna stjórnvöld fólki og fjárfestum eftir geðþótta.  Þess vegna er þetta ekki frjálshyggja heldur stjórnlyndi(statism).

Lúðvík Júlíusson, 30.11.2011 kl. 07:44

2 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Þetta er auðvitað alveg rétt hjá þér Lúðvík. Hugsanlega er þessi frjálshyggja höfð fyrir rangri sök og hengt á hana alls kyns öfgum sem ekki eru réttar.

Ég er enginn sérfræðingur í frjálshyggju, en hallast yfirleitt að málamiðlunum og samstarfspólitík.

Tek þó eftir að andstæðingar Sjálfstæðisflokksins ásaka þann flokk um miklar öfgar, sem ég er alls ekki viss um að sé á rökum reist. Í þeim stóra flokki hlýtur að vera mikill fjöldi manna sem aðhyllist öfgalausar lausnir á okkar vanda.

Heildarlausnir hljóta að vera betri en sértækar lausnir, sem bjóða frekar upp á mismunun.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 30.11.2011 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband