2.12.2011 | 12:22
Fleiri jafnaðarmenn eru fundnir!
Mér er það mikil ánægja að það hafa fundist fleiri jafnaðarmenn, eftir að ég lýsti eftir þeim þann 29. nóvember.
Herra Árni Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður er með grein í Morgunblaðið í dag - sjá hér
Mér skilst að hann styðji Samfylkinguna, ekki síst vegna þess að hún hafi tekið upp baráttumál jafnaðarmanna, um að landið skuli vera í eigu þjóðarinnar.
Þetta eru gleðitíðindi og ég vona í framhaldinu, að sem flestir Íslendingar geti fylgt sér á bak við þá stefnu, að landið okkar verði áfram og alltaf í þjóðareign.
Það þarf órofa fylkingu til styrktar þessari stefnu og hún má ekki koðna niður vegna peningasjónarmiða. Nóg hefur peningahyggjan á samviskunni og óþarfi að hún fái hrósað sigri á öllum sviðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.