3.12.2011 | 20:36
Trúlausir ofstækismenn trufla og ofsækja almenna borgara
Hér er verið að tala um ofstækismenn, sem sjá rautt yfir öllum athöfnum og orðum venjulegra trúmanna.
Ég var í mannfagnaði í dag og þar var mér sagt að slíkir ofstækismenn teldu sig ekki vera trúmenn, vegna þess að þeir trúa ekki á Guð, né framhaldslíf.
Hins vegar geta þeir ekki haldið sig til hlés þegar venjulegir trúmenn opna munn sinn eða munda penna.
Þá eru þeir þegar í stað komnir á vettvang og hella úr skálum reiði sinnar yfir viðhorfum og skrafi venjulegra trúmanna.
Þetta flokkast undir nokkurs konar einelti.
Þar sem tilvist Guðs verður ætíð bundið trú, þá verður tilvistarleysi Guðs einnig bundið trú. Menn eru því á sama grunni varðandi þetta mál og ættu því að virða viðhorf hvors annars.
Á sama hátt og Guðshugmyndir manna eru óendanlega margar, þá geri ég ráð fyrir að hið sama gildi um svokallaða trúlausa menn.
Þeirra hugmyndir um tilveruna eru óendanlega fjölbreyttar og byggjast auðvitað á þeirra persónulegu trú.
Það liggur því í hlutarins eðli að hvor hópurinn um sig þarf og á að virða sjónarmið hvors annars.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.